DESIGNER: HELENE MAGNUSSON
Birgitta-barnalopapeysan hefur kunnuglegt munstur í axlastykki en er nútímaleg í sniði og gerð. Hún er eins konar barnaútgáfa af peysunum mínum Gamaldags (fyrir konur) og Gamallegur (fyrir karlmenn) sem hafa notið mikilla vinsælda.
Birgitta er mun mýkri og tvöfalt léttari heldur en venjuleg lopapeysa úr Léttlopa. Ég prjónaði hana með eingöngu einn Plötulopa saman við einn Love Story þráð. Love Story Einbandið sem er úr gæða íslenskri lambsull er afar fínlegt og gerir peysuna bæði sterka og einstaklega mjúka, auk þess sem það gefur peysunni skemmtilega litaáferð. Stelpurnar mínar kvarta oft yfir því að lopapeysurnar stingi en þær eru mjög hrifnar af þessari blöndu. Athugið að hvítur Plötulopi er mýkri heldur en litaður lopi.
Peysan er einnig þægileg í notkun með flegið hálsmál, sem ég er þekkt fyrir, og létt A-snið.
Loksins eru ermar prjónaðar með sérstakri útvíkkun fyrir olnboga til að koma í veg fyrir slit, en þetta er áhrifarík aðferð sem var notuð í gamla daga á kvenpeysufötum og karlmannapeysum.
Uppskriftin gefur leiðbeiningar bæði til að búa til heila peysu og opna peysu með hnöppum á framhlið.
Then I coudn‘t help but matching Birgitta’s colors with those of Gamaldags and Gamallegur as well as the baby sweater Gilipeysa.
Stærðir: 2(3,4,6)8,10,12 ára
5 cm laus í kringum brjóst.
Veljið stærð: bætið 5 cm við brjóstummál barnsins og veljið stærðina sem er næst því. Athugið að lengdin (á bol og ermum) getur hins vegar verið mjög fjölbreytt frá einu barni til annars.
Sýnishorn eru í stærð 2 (ljósmórauða peysa með sinnepgulu og hvíta opin peysa með brúnu), 4 (gráa opin peysa með brúnu og hvítu), 8 (túrkísbláu opin peysa en ermanar eru lengri en uppskriftin gefur til kynna) og 10 (ljósgráa peysa með lítriku axlastykki).
Tilbúin mál (cm)
Brjóst (+ 2,5 cm fyrir opna peysu vegna hnappaframhliða): 53.5(55.5,58,64.5)71,73.5,80
Neðar á bol (+ 2,5 cm fyrir opna peysu vegna hnappaframhliða): 58(60,62,69)75.5,78,84.5
Hálsmál (+ 2,5 cm fyrir opna peysu vegna hnappaframhliða): 31(33.5,33.5,35.5)38,40,
Lengd bols að handvegi: 23(25.5,29,32)33,35.5,38
Lengd axlarstykkis á baki: 13.5 (14,14.5,15)16,17.5,18.5
Ermalengd að handvegi: 21.5(24,26.5,29)32,34,38
Upphandleggur: 22(23,24.5,25.5)26.5,28,29
Prjónfesta: 10 cm =18 L og 24 umf með sléttu prjóni á prjón nr 4,5. Skiptið um prjónastærð ef þarf, til að ná réttri prjónfestu.
Garn
Aðallitur: 1 Plötulopi og 1 Love Story saman (þið getið notað Léttlopa en peysan verður tvísvar þýngri og ekki eins mjúk)
- Plötulopi frá Ístex, 100% ný ull, óspunin, 110g plata = 330 m: 1(2,2,2)2,2,2 plötur
- Love Story Einband frá Hélène Magnússon, 100% ný ull, 100% sérvalin íslensk lambsull, afar fíngert einband, 25 g dokka/225 m: 2(2,2,3)3,3,3 dokkur
Aukalitur: Léttlopi frá Ístex, 100% ný ull, 50g/dokka = 100 m: 1 dokka í hverju lit
Litasamsetningar
- ljósmórauða peysa með sinnepgulu: Aðallitur: plötulopi 0051+ Love Story Hafra beige, aukalitur: Léttlopi mustard 9264, litaður fyrir Prjónakerling
- hvíta opin peysa með brúnu: Aðallitur: 1 plötulopi 0051 + 1 Love Story Basalt grey; aukalitur: Léttlopi 1419 og 0053
- gráa opin peysa með brúnu og hvítu: Aðallitur: 1 plötulopi 0051 + 1 Love Story Basalt grey; aukalitur: Léttlopi 1419 og 0051 (eða 1 plötulopi 0051 + 1 Love Story Natural white)
- túrkísbláu opin peysa: Aðallitur: 1 plötulopi 0051 + 1 Love Story Glacier turquoise, Aukalitur: Léttlopi 1412, 9434 og 1414
- ljósgráa peysa með lítriku axlastykki: Aðallitur: 1 plötulopi 0051 + 1 Love Story Natural grey, aukalitur: Léttlopi skærbleikt (í Handprjónasamband íslands), 1406, 1703, 1404 og 9434
Annað: stoppunál, prjónamerki, 4 geymslunálar. Fyrir opnu peysuna 5 til 7 tölur og borði sem er tvöföld lengd á framhlið peysunnar.
Prjónar: hringprjónar nr 4 og 4,5. Töfralykkju-aðferðin (e. Magic Loop) er notuð til að prjóna ermar og háls en einnig má nota sokkaprjóna.
Aðferð: Bolur og ermar eru prjónuð slétt í hring. Við handveg eru lykkjur af ermum og bol sameinaðar á einn prjón. Lykkjur í handvegi eru settar á geymslunál og síðan lykkjaðar saman. Stuttar umferðir eru notaðar til að mynda flegið hálsmál. Axlastykkið er prjónað í hring með tvíbandaprjóni. Klippt er í opnu peysuna.
Uppskrift: hún kemur sem PDF niðurhal en er ekki send í pósti. Þú færð sent töluvupost með léns til að niðurhalda um leið og búið er að ganga frá greiðslu. Einnig er PDF skjálið geymt í Prjónakerlingar reikning þín undir Níðurhald.
Errata: engan villu fannst.