Gamallegur

FRÁ ISK850

Karlmannslopapeysan mín, sem ég nefni „Gamallegur“, hefur kunnuglegt munstur en býður upp á aðskorið, flatterandi snið og örlítið flegið hálsmál sem ég er þekkt fyrir. Kveikjuna að hönnun hennar má finna í þjóðbúningum karla frá 18. og 19. öld: bolurinn er prjónaður frá mjöðmum og upp, bakið hærra en framhlutinn, en ermar eru prjónaðar frá bol og niður að úlnlið, með sérstakri útvíkkun fyrir olnboga til að koma í veg fyrir slit. Líta má á peysuna „Gamallegur“ sem karlmannsútgáfu af kvenlopapeysunni minni Gamaldags sem notið hefur mikilla vinsælda: hefðbundin í útliti, nútímaleg í sniði.

Garn: Léttlopi frá Ístex
KIT til sölu hér

PDF uppskrift

Orders ship from France (VAT from your country, no Customs fees in Europe) / Commandes expédiées depuis la France (TVA de votre pays, pas de frais de douane en Europe)