HÖNNUN: HELENE MAGNUSSON
Mér fannst einstaklega gaman að semja lýsinguna af peysunni! Lopinn er bestur!
Peysan er prjónuð á óhefðbundin hátt: ermarnar eru prjónaðar frá bol og niður. Þetta gerir það auðvelt að aðlaga lengdin, auk þess er hægt að sleppa að prjóna þær alveg og breytta peysu í vesti (það eru leiðbeindingar til þess í uppskriftin).
Margir mismunandi prjónaaðferð eru notað og þér mun ekki leiðast: stuttar umferðir, tímabundið uppfit, tvíbandaprjón, myndprjón, klippt er í með lopapeysuaðferð (með saumavél) og einnig með heklaðferð (fyir vasana).
Stærðir: 1(2,3,4)5,6,7(8,9,10)
Aðsniðin peysa: 5 cm laus. Sýnishorn er í stærð 2.
Tilbúin mál (cm):
A Brjóst: 86(90.5,95.5,100)104.5,107,112(119,126,130.5)
B Efri mjaðmir (við beini): 90.5(95.5,100,104.5)109.5,112,116.5(123.5,130.5,135.5)
C Mitti: 74(79,83.5,86)90.5,93,95.5(102.5,109.5,114)
D Lengd bols að handvegi á frammi: 34(35,35,36)37,37,38(38,39,39
E Lengd axlarstykkis á baki: 23(23.5,23.5,23.5)24,24.5,24.5(25,25,25)
F Ermalengd að handvegi: 43(44,44,44)45,45,45(46,46,46) cm
G Upphandleggur: 29.5(32,34,36.5)39,40,43.5(44.5,46,46)
H úlnliður/hendi: 19(19,21,21)21,23.5,23.5(23.5,26,26)
I Hettulengd: 29,5
Prjónfesta: 10 cm =17 L og 20 umf í sléttu prjóni á prjón nr 4,5. Skiptið um prjónastærð ef þarf, til að ná réttri prjónafestu.
Prjónar: hringprjónar nr 4 og 4,5. Töfralykkju-aðferðin (e. Magic Loop) er notuð til að prjóna ermar og háls en einnig má nota sokkaprjóna.
Heklunál nr 3,25 og nr 4
Garn: Aðallitur: Einrúm L frá Kristínu Brynju (lopi + silki): 92% hrein íslensk ull, 8% hreint Thai silki, 50 g dokka = 93 m: litur 2006, 8(9,9,10)10,11,11(12,12,13) dokkur
Aukalitir: Léttlopi frá Ístex, 100% hrein ull, 50 g dokka = 100 m:
- aukalitur 1: 0051, 1 dokka
- aukalitur 2: 9427, 1 dokka
Hægt er að nota tvöfaldan plötulopa í staðinn fyrir Einrúm L: 4(4,5,5)5,5,5(6,6,6 plötur. Einnig er hægt að nota tvöfaldan plötulopa í staðinn fyrir Léttlopa.
Annað: rennilás fyrir opna peysu, tveir stuttir rennilásir 18 cm fyrir vasana. Létt polyester efni fyrir vasana (t.d. pokar fyrir þvott): 2 bútar 18 x 22 cm. Prjónamerki, stoppunál, 4 geymslunálar. Saumavél. Nál og tvinni.
Aðferð:stuttar umferðir, bráðabirgðauppfit, tvíbandaprjón, myndprjón, klippt er í með hefðbundu lopapeysu aðferð og einnig með heklu aðferð (vasar).
Bolur er prjónaður slétt í hring að handvegi og er gert að ná lengra niður bakið með stuttum umferðum. Mittið er mótað með úrtökum og útaukningum. Lykkjur í handvegi eru settar á geymslunál, bakstykki prjónað hærra upp fram og til baka, síðan eru lykkjur fyrir öxlunum fitjaðar upp með bráðabirgðauppfiti og axlastykkið prjónað í hring með tvíbandaprjóni. Hettan er prjónuð fyrst í hring, svo fram og til baka með myndprjóni og er mótuð með stuttum umferðum. Lykkjur í kringum handveg eru teknar upp og/eða settar upp á prjón og ermin prjónuð niður á við. Olnboginn er mótaður með stuttum umferðum. Þetta bætir efni við ermina, lætur hana bunga út við olnbogann og kemur í veg fyrir að göt myndist. Opna peysan er klippt í miðjunni að framan með hefðbundu íslensku lopapeysuaðferð (með saumavél). Klippt er í peysu með heklaðferð til að búa til vasana.
Uppskrift: hún kemur sem PDF niðurhal en er ekki send í pósti.
Errata: enga villu fannst.