“Þessir vettlingar sækja í hefð sem rekja má aftur til Skagafjarðar á 19. öld. Ég skemmti mér vel við að prjóna þessa þá þar sem að maður er fljótur að því. Þegar ég var atvinnulaus í nokkra mánuði stytti ég mér stundir með því að prófa mig áfram með prjónaskap úr íslenskri ull. Ég hef mikinn áhuga á gamalli, þjóðlegri menningu og er afar hrifin af gömlum handverksmunstrum.
“ég heimsótti Þjóðminjasafnið nokkrum sinnum til þess að skoða munstrið”
Ég byggði útsaumsmunstrið á vettlingunum að miklu leyti á munstri sem finna má á Þjóðminjasafninu; ég heimsótti safnið nokkrum sinnum til þess að skoða munstrið og aðlagaði mína eigin útgáfu aðeins í hvert skipti.
Mér hefur alltaf þótt gaman að prjóna úr fíngerðri ull, til að mynda úr Einbandi sem er afar fíngert og litaúrvalið er að auki afar ríkulegt. Vettlingarnir leyfa mér að leika mér með liti og eru því möguleikarnir til sköpunar nánast endalausir. Það er gaman að prjóna þessa vettlinga og svo eru þeir frábærar gjafir.”
Vettlingarnir hennar Ingibjargar eru til sölu í völdum búðum á Íslandi, til að mynda í verslun Þjóðminjasafnsins. Þegar hún er ekki á kafi í vettlingaprjóni vinnur Ingibjörg hjá hótelrekstrarfyrirtæki í London.
Prjónfesta: 10×10 cm = 20 L og 28 umf í sléttu prjóni á 4 mm prjón
Garn: Léttlopi frá Ístex, 1(2,2) dokkur; Einband-Loðband frá Ístex, 70% íslensk ull, 30% ull, 50gr/dokkan, 50g = ca. 225 m: garnafgangar í þeim litum sem þið kjósið.
Prjónar og áhöld: 4 mm sokkaprjónar; aukaband í öðrum lit en aðalliturinn, stoppunál, útsaumsnál.
Aðferð: prjónað í hring, gamla íslenskur krossaumur.
Uppskrift: hún kemur sem PDF niðurhal en er ekki send í pósti.
Kit: Pakkinn inniheldur garn en ekki prjóna eða önnur áhöld. Sendingarkostnaður er innifalinn í verði. Uppskriftin fylgir með prjónapakkanum sem PDF niðurhal en er ekki send í pósti.
Errata: það fannst villa, sjá leiðréttingu.