Rósavettlingar

FRÁ ISK600

Finnst þér gaman að prjóna? Finnst þér líka gaman að sauma út? Ef svo er áttu svo sannarlega eftir að kunna að meta þessa fallegu skagfirsku rósavettlinga sem eru skreyttir með gamaldags íslenskum krosssaumi. Hér er nútímaútgáfa sem auðvelt er að prjóna og skemmtilegt að skreyta með fallegum litum. Höfundur uppskriftarinnar er Ingibjörg Ólafsdóttir.

Garn notað: Léttlopi frá Ístex, 1(2,2) dokkur; Einband-Loðband frá Ístex, og Einband frá Ístex til að sauma út

PDF Uppskrift

Orders ship from France (VAT from your country, no Customs fees in Europe) / Commandes expédiées depuis la France (TVA de votre pays, pas de frais de douane en Europe)