Stephannie segir:
“Með sínum miklu gáfum og stílhreinu fegurð hafa hrafnar leikið stórt hlutverk í norrænni goðafræði og við landnám Íslands. Það er sungið um hrafna í íslenskum þjóðlögum, hrafnar sjást í nútímalist og húsgagnahönnun á Íslandi. Hrafn er vinsælt karlmannsnafn og Krummi er glaðlegt gælunafn, bæði fyrir hrafna og drengi. Hér eru hrafnarnir dregnir upp á sérstaka tegund vettlinga sem upprunnin er í Selbu í Noregi. Vettlingarnir urðu vinsælir um allan heim, ekki síst á Íslandi, eins og sjá má á söfnum um allt land. Túlkun Stephannie er hefðbundin og nútímaleg um leið, með skemmtilegu íslensku ívafi. Hröfnungar eru uppáhalds fuglaætt Stephannie. Hér segir hún okkur frá þeim:
“Hröfnungar eða Corvidae, er ætt spörfugla sem auk hrafna telur meðal annars krákur, skrækskaða, bláhrafna, skjó og dvergkráku, eru þekktir fyrir greind og aðlögunarhæfni. Sumir þeirra, svo sem vissar tegundir skrækskaða geta verið þónokkuð litríkar. Meirihluti hröfnunga eru hrífandi, hávaðasamir og félagslyndir. Hrafninn og smávaxnari ættingi hans, krákan birtast í margskonar þjóðsögum og goðsögnum um allan heim og einnig í samtíma menningu og bókmenntum. Svo virðist sem hrafninn sé annað hvort heiðraður eða fyrirlitinn. Er hrafninn guðinn sem færði jörðinni ljósið, eða óhrjálegur boðberi válegra tíðinda sem krunkar ,,Aldrei meir”? Er hrafninn auga Óðins, eða hræætan sem kroppar augun úr hinum dauðu? Vissulega hafa hinar kolsvörtu fjaðrir, skerandi krunkið og hræátið gert þá óvinsæla hjá sumum. Þó hafa kostir þeirra – gáfur, félagslyndi, kátína og þrautsegja – heillað fólk um aldir. Huginn and Muninn, hugurinn og minnið, voru hrafnarnir sem Óðinn notaði til að fylgjast með heiminum. Þeir voru ómissandi fyrir ríki hans. Nöfn og starf hrafnanna gefa til kynna ætlaða eiginleika hrafnanna: gáfur ( þeir gátu fylgst með, ákveðið hvað væri mikilvægt og miðlað því til Óðins) og flughæfni (þeir fóru um hinn þekkta heim á hverjum degi). Óðinn er einnig þekktur sem Hrafnaguð. Þó hrafnar væru hræætur (og ætu þannig einnig þá menn sem féllu í valinn) og þannig tengdir bardögum og dauða var það ekki neikvætt innan norrænnar menningar, heldur aðeins hluti af lífi og dauða.
Þeir voru einnig nátengdir valkyrjunum. Hrafnar sjást gjarna á norrænum stríðs fánum.
Þeir léku einnig mikilvægt hlutverk í landnámi Íslands. Hrafna-Flóki,Flóki Vilgerðarson, sigldi til Íslands á 9. öld. Hann hafði með sér þrjá hrafna sem hann sleppti á leiðinni. Þriðji hrafninn leiddi hann til Íslands. Sá fyrsti flaug, að því er virðist til baka til Færeyja. Annar hrafninn flaug upp og lenti síðan aftur á skipinu. Sá þriðji flaug áfram og sneri ekki aftur. Flóki fylgdi honum og fann þá Ísland. Þriðji hrafninn leiddi hann til Íslands.”
“Hrafnar eru stærsta ættkvísl hröfnunga. Þeir velja gjarna náttúruleg búsvæði (ólíkt krákunni, sem dafnar í þéttbýli). Þeir éta hræ, egg, unga, nagdýr, hryggleysingja – nánast hvað sem þeir ná í og telja ætt. Þetta kann að vera ástæða þess að hrafna verða að vera greindir. Þeir þurfa að geta lært og metið hugsanlega fæðu. Þetta skýrir líka hvers vegna þeir þurfa að vera varkárir. Það sem virðist vera ætt við fyrstu sýn, er það ekki alltaf. Hrafnar eru ótrúlega fimir og virðast njóta hæfni sinnar. Þeir leika sér líka. Þeir eru leiknar eftirhermur og virðast geta tengt orð sem þeir læra við það sem þau merka í þeirra huga. Corvus corax varius, íslenski hrafninn hefur heldur stærra vænghaf og þykkri gogg en aðrir hrafnar. Sjaldgæfir eru hvítir hrafnar. Hvítir hrafnar eru með minna af öllu litarefni, ekki bara melanini. (Skortur á melanini veldur albínisma). Sjáið fallegar myndir Mike Yip (skrunið niður) á síðu hans.”
Höfundinn
Stephannie Tallent er dýralæknir og vinnur í Suður Kaliforníu. Þess vegna getur hún sagt okkur frá hröfnum af svona mikilli innlifun. Henni finnst gaman að sameina hefðbundnar prjónaaðferðir og nútíma hönnun. Stephannie vinnur einnig sem tækniritstjóri hjá tímaritinu Knit Circus og fyrsta uppskriftabók hennar, innblásin af Kalifornískum endurreisnarstíl, kemur út í vetur hjá Cooperative Press útgáfunni.
Lesið meira um Stephannie hjá Sunset Cat Designs: www.sunsetcat.com
Stærð: S(M, L)
Kantur, ummál: 18 (19, 21.5) cm
Lófi ummál: 22 (24, 28.5) cm
Lengd á kanti: 7 cm
Lengd frá kanti: 19 (20.5, 24) cm
Garn: Einband frá Ístex, 100% ný ull, þar af 70% íslensk ull, 50gr/dokka, 50g = u.þ.b. 225m: #0851, 1 dokka og #0059, 1 dokka
Prjónar: sokkaprjónar 1.75 mm
Prjónfesta: 10×10 cm = 40 L x 48 umf í tvíbandaprjóni
Aðferð: tvíbandprjón, braðabirgðauppfitun
Uppskrift: hún kemur sem PDF niðurhal en er ekki send í pósti.
Errata: engan villu fannst.