Húfan Mosi er prjónuð með afar mjúku Gilitrutt Tvíband úr hreinni íslenskri lambsull, í stíl við Mosa vettlingana. Húfan er prjónuð í hring og er mótuð með úrtökum.
Gilitrutt Tvíband er einstaklega fallegt og mjúkt tvínnað band úr hreinni íslenskri lambsull, sköpuð af Hélène Magnússonar. Bandið er unnið með ást og umhyggju til að gera það allra besta út íslensku ullinni. Það er spunnið í verksmiðju á Ítalíu úr hágæða íslenskri lambsull sérvalin af Hélène. Gilitrutt er einstök og falleg afurð sem nýtist vel í vettlinga frá Grýlu Collection sem og í sjalaprjón, auk þess hentar það vel í fíngerðar peysur, barnapeysur og húfur.
Um hönnuðinn
Hélène Magnússon finnst gaman að bregða á leik með íslenskar prjónahefðir. Hún vann árum saman sem fjallaleiðsögumaður meðfram því að læra textíl- og fatahönnun við Listaháskóla Íslands. Hún hefur tekið þátt í fjölmörgum hönnunarsýningum á Íslandi og erlendis og verk eftir hana hafa verið birt í virtum prjónatímaritum svo og bókum. Hún rekur vefsíðuna prjónakerling.is og bíður einnig upp á spennandi göngu- og prjónaferðir fyrir erlent jafnt sem íslenskt prjónafólk. Ferðirnar eru óviðjafnanlegt tækifæri til þess að kynnast ólíkum prjónaaðferðum í hópi fólks frá mismunandi löndum þar sem prjónið verður aðal tungumálið!
Stærðir: 3 stærðir S(M,L) fyrir höfuðmál u.þ.b.46(50,56) cm. Hægt er að fá fleiri stærðir eða meira lafandi (slouchy) húfu með því að skipta um prjónastærð.
Prjónfesta: 10×10 cm = 30 L og 36 umf með tvíbandaprjóni á prjón 3 mm.
Garn: Gilitrutt Tvíband frá Hélène Magnússon, hrein ný ull, 100% sérvalin íslensk lambsull, fíngerttvinnað band, 25 g / dokka = u.þ.b 112 m. Aðallitur #Moss Green, aukalitur 1 #Raven Black, aukalitur 2 #Anis Green, 1 dokka hver.
Prjónar: hringprjónar 3 mm (notað er Töfralykkju-aðferðin) eða sokkaprjónar. Sannreynið prjónfestu og skiptið um prjónastærð ef þörf krefur.
Annað: prjónamerki, nál.
Aðferð: húfan er prjónuð í hring med tvíbandaprjóni.
Uppskrift: hún kemur sem PDF niðurhal en er ekki send í pósti. Þú færð sent töluvupost með léns til að niðurhalda um leið og búið er að ganga frá greiðslu. Einnig er PDF skjálið geymt í Prjónakerlingar reikning þín undir Níðurhald.
Errata: engan villu fannst.