Hönnun: Hélène Magnússon
Hvaðan fær maður hugmyndir? Tengir þú lika suma liti við sumt fólk? Jafnvel við fólk sem þú þekkir ekki neitt? Þegar bandaríska prjónakonan og youtuberinn Kristy Glassknits heimsótti Ísland í fyrra hittumst við ekki þar sem ég var á Austurlandi að leiða göngu- og prjónaferð á hálendinu. Samt fékk hún að heimsækja vinnustofuna mína og prjónaði síðan Gamaldags peysuna mína handa dóttur sinni en var það fyrsta lopapeysan hennar. Á meðan hún var á Íslandi tók hún þátt í réttum. Þar tók hún eftir að það væri enga skærbleika lopapeysu að sjá en er það uppáhalds liturinn hennar! Nokkrum mánuðum seinna rakst ég á afgang af skærbleikum plötulopa frá Ístex, keypti hann allan og hannaði skærbleika peysu með Kristy í huga!
Kristylopi er fljótlegt prjón. Peysan er prjónuð óvenjulega laust á stóra prjóna með eingöngu 1 þræði af skærbleika plötulopanum og 1 þræði af appelsínugulu Love Story bandi. Love Story Einbandið mitt er afar fínlegt band úr hreinni gæða íslenskri lambsull sem gerir peysuna bæði sterkari og einstaklega mjúka og létta. Axlastykkið er skreytt með fíngerðu og lekkeru blómapottamunstri en ég fór svolítið yfir strikið hvað litasamsetningu varðar! Til mótvægis við áberandi bleiku / appelsínugulu blönduna, valdi ég sem aukaliti túrkísbláan og hvítan lopa og skærgult Einrúm band (lopi + silki) til að bæta við smá gyltu! Peysan er tiltölulega stutt og fellur vel að líkamanum, ermar ná rétt að úlnliðsbeininu og olnbogarnir eru mótaðir á gamla íslenska háttinn til að koma í veg fyrir að göt myndist. Kristylopi-peysan er engu að síður sannkölluð lopapeysa!
Ekki missa af Kristylopi-samprjóninu sem hefst 21. janúar 2021 og verður haldið á facebook grúppunni minni en kennskumyndbönd verða birt vikulega á youtube síðunni minni þegar það hefst.
Stærðir: XS(S,M,L)XL,2XL,3XL(4XL,5XL)
Stutt opin peysa með engan eða litil vellíðan í kringum brjóskassa. Veljið stærðin sem er næst brjóstmálið.
Peysan á myndunum er í stærð M.
Tilbúin mál (í cm)
- Brjóst: 76(86.5,92,108)116,121.5,135.5(145.5,153.5
- Hálsmál: 44(46.5,49.5,49.5)49.5,52,52(54.5,54.5)
- Lengd bols að handvegi: 24(25,26,27)28,28,29(29,30)
- Lengd axlarstykkis á baki: 21.5(22,22.5,23.5)24.5,24.5,26.5(27,27)
- Ermalengd að handvegi: 42(43,43,44.5)44.5,45.5,45.5(47,47)
- Upphandleggur: 25(26.5,28,30.5)34.5,40,44(46.5,50.5)
- úlnliður: 18.5(18.5,18.5,21.5)21.5,24,24(24,24)
Prjónfesta: 10 cm = 15 L og 20 umf með sléttu prjóni á prjón nr 7 með Plötulopa og Love Story haldin saman
Prjónar: hringprjónar nr 6 og 7. Töfralykkju-aðferðin (e. Magic Loop) er notuð til að prjóna ermar og háls en einnig má nota sokkaprjóna.
Annað: stoppunál, prjónamerki, langar geymslunálar (eða aukaprjónar í sömu stærð eða finnri).
8 eða 9 tölur .
Garn
Aðallitur: 1 Plötulopi og 1 Love Story Einband saman
- Plötulopi frá Ístex, 100% ný ull, óspunnin, 110g plata/330 m: skærbleikur, 2(2,2,3)3,3,4(4,4) plötur
- Love Story Einband frá Hélène Magnússon, 100% ný ull, 100% sérvalin íslensk lambsull, afar fíngert einband, 25 g dokka/225 m: Salmon orange (appelsínugulur) 3(3,3,3,4)4,5,6(6,6) dokkur
Aukalitir:
- Aukalitur 1 og aukalitur 3: Léttlopi frá Ístex, 100% ný ull, 50g/dokka = 100 m: #1404 (1,1,1)1,2,2,2(2,2) dokka(ur) og #0051 1 dokka
- Aukalitur 2: Einrúm L+2 (lopi + silk), 92% ný ull, 8% Thai silk, 50 g dokka/93 m: #2012 1(1,1,1)1,1,1,2(2,2) dokka(ur)
Garn notað u.þ.b.
- Aðallitur: 486(531,565,726)820,1058,1166(1272,1380)
- Aukalitur 1: 52(57,60,78)88,113,124(136,147)
- Aukalitur 2: 38(41,44, 56)63,81,90(98,106) m
- Aukalitur 3: 45(49,52,67)76,98,108(118,128) m
Aðferð: prjónað í hring, tvíbandprjóna, stuttar umferðir, klippt i peysu. Peysan er prjónuð slétt í hring. Fyrst ermar og bolur, síðan axlastykkið. Bakið er prj hægri með stuttum raddum í hálsínu. Klippt er í peysu.
Uppskrift: hún kemur sem PDF niðurhal en er ekki send í pósti. Þú færð sent töluvupost með léns til að niðurhalda um leið og búið er að ganga frá greiðslu. Einnig er PDF skjálið geymt í Prjónakerlingar reikning þín: skráðu þig inn og ferðu undir Níðurhald.
Errata: Mars, 1. 2021: villu fannst, sjá leiðrétting hér.