Hönnun: Hélène Magnússon
Hap má finna í tveimur myndum hér á landi: garðaprjónaðri hyrnu annars vegar og löngu sjali með garðaprjóni og litríkum röndum hins vegar. Hapisk minnir mjög á venjulegt hap, bæði hvað varðar form (ferningur) og aðferð (garðaprjón og skeljaprjón), en með íslenskum og nútímalegum þáttum. Ferkantaður miðhlutinn er prjónaður með garðaprjóni fram og til baka með röndum eins og í gömlum löngum sjölum. Blúndan í kringum sjalið er prjónuð með skeljaprjónið á sléttprjónuðum bakgrunni en ekki á garðaprjónuðum eins og í hefðbundnu hap. Blúndan endar með heklaðri affellingu sem er dæmigert fyrir íslensk blúndusjöl. Rifan í miðjunni gefur Hapisk nútímalegra útlit og þannig má bera sjalið á margvíslegan hátt.
Prjónfesta: 10 cm = 17 L og 38 umf með sl prj eftir strekkingu. Blúndan er 6 cm breidd eftir strekkingu. Ath. að munurinn á prjónfestu fyrir og eftir strekkingu er mikill.
Garn: Gilitrutt Tvíband frá Hélène Magnússon, 100% ný íslensk lambsull, fíngert tvinnað band, 25 g dokka / 112 m
A Natural brown : 7 dokkur
B Natural grey : 2 dokkur
C Natural white : 3 dokkur
D Natural black : 3 dokkur
E Askja blue : 2 dokkur
Litasamsetning nr 2:
A Volcanic red
B Old pink
C Sulfure yellow
D Thyme purple
E Silene pink
Prjónar: hringprjónn nr 4, a.m.k. 100 cm langur. Annar hringprjónn í sömu stærð eða fínni til að geyma L. Heklunál 3,5 mm
Annað: strekkivír, títuprjónar, stoppunál, prjónamerki
Aðferð: bráðabirgða uppfit, garðaprjón, blúnduprjón, tengja saman böndin á litasamskiptum, affeling með heklunál.
Kit: Pakkinn inniheldur garnið en ekki prjóna eða önnur áhöld. Pakkin inniheldur ekki heldur uppskriftin sem þarf að kaupa sér. Sendingarkostnaður er ekki innifalinn í verði.
Sending: sjá hér