Hönnun: HELENE MAGNUSSON
Frjókorn-peysa er líklega léttasta, mýksta og fljótlegasta lopapeysa sem ég hef nokkurn tíma hannað. Hún er prjónuð óvenjulega laust einungis með einföldum plötulopa saman við einfaldan Love Story þráð. Hið afar fínlega Love Story Einband úr gæða íslenskri lambsull gerir peysuna bæði sterka og einstaklega mjúka, auk þess sem það gefur kost á mjög skemmtilegri litaáferð. Munstrið er hins vegar prjónað með Léttlopa.
Frjókorn-peysan er einnig fyrsta lopapeysan frá mér sem er prjónuð ofan frá, en það er óhefðbundin lopapeysuaðferð. Axlastykkið stækkar út með mismunandi gerðum af útaukningum sem eru hluti af munstrinu og því með öllu ósýnilegir. Peysan er laus með léttu A-sniði og hálsmálið er flegið.
Stærðir: 1(2,3,4)5,6,7(8,9,10)
Laus peysa með léttu A-sniði, amk 10 cm laus. Sýnishorn er í stærð 3.
Tilbúin mál (í cm)
Brjóst: 80.5(86,91.5,96.5)102,112.5,118(123.5,128.5,139.5)
Bolur að neðan: 86(91.5,96.5,102)107.5,118,123.5(128.5,134,144.5)
Hálsmál: 40.5(40.5,40.5,42)42,42,43.5(43.5,43.5,44.5)
Lengd bols að handvegi: 34(35,35,36)36,37,37(38,38,39)
Lengd axlarstykkis á baki: 22.5(22.5,22.5,22.5)22.5, 25.5, 25.5 (25.5,25.5,25.5)
Ermalengd að handvegi: 38(39,40,40)41,41,42(42,43,43)
Upphandleggur: 33.5(36,38.5,41.5)41.5,44,44(44,46.5,46.5
Úlnliður: 18.5(18.5,21.5,21.5)21.5,21.5,24(24,24,24)
Prjónfesta: 10 cm = 15 L og 20 umf með sléttu prjóni á prjón nr 7 með Plötulopa og Love Story prjónuðum saman
Garn
Aðallitur: 1 Plötulopi og 1 Love Story Einband saman
- Plötulopi frá Ístex, 100% ný ull, óspunnin, 110g plata = 330 m: 2(2,2,2)3,3,3(3,3,3) plötur
- Love Story Einband frá Hélène Magnússon, hrein ný ull, 100% sérvalin íslensk lambsull, afar fíngert einband, 25 g dokka/225 m: 3(3,3,3)3,4,4(4,4,4) dokkur
Aukalitur: Léttlopi frá Ístex, 100% ný ull, 50g/dokka = 100 m: 1(1,2)2,2,2(2,2,2) dokkur
Prjónapakkar eru til sölu hér.
Prjónar: hringprjónar nr 6 og 7. Töfralykkju-aðferðin (e. Magic Loop) er notuð til að prjóna ermar og háls en einnig má nota sokkaprjóna.
Heklunál nr 5.
Annað: stoppunál, prjónamerki, langar geymslunálar (eða aukaprjónar í sömu stærð eða fínni).
Fyrir opnu peysuna, 8 eða 9 tölur.
Aðferð: Peysan er prjónuð slétt í hring og ofan frá. Axlastykkið er prjónað fyrst með tvíbandaprjóni, síðan eru bolur og ermarnar aðskilin og prjónað í hring. Klippt er í opnu peysuna.
Uppskrift: hún kemur sem PDF niðurhal en er ekki send í pósti. Þú færð sent töluvupost með léns til að niðurhalda um leið og búið er að ganga frá greiðslu. Einnig er PDF skjálið geymt í Prjónakerlingar reikning þín undir Níðurhald.
Errata: engan villu fannst.