Frjókorn-húfa
FRÁ ISK350
Frjókorn-húfa er jafn létt og mjúk og Frjókorn-peysan og fljótprjónuð. Hún er prjónuð með sömu ullarblöndu; einum þræði af plötulopa saman við einn Love Story þráð, og léttlopa í munstrinu. Ég mæli eindregið með því að þið notið garnafganga af peysunni til að prjóna húfuna. Einnig væri hægt að prjóna hana með þreföldum plötulopa eða Álafoss-lopa til að fá þykkri og hlýrri húfu. Húfan er prjónuð ofan frá og endar með garða-affellingu sem virðist lítið þekkt utan Íslands. Hún er teygjanleg en ekki of mikið og hentar einstaklega vel í þessari uppskrift.
Garn: Plötulopi og Love Story Einband saman, Léttlopi eða Einrúm L í munstri
PDF uppskrift
Orders ship from France (VAT from your country, no Customs fees in Europe) / Commandes expédiées depuis la France (TVA de votre pays, pas de frais de douane en Europe)