Ingibjörg Guðjónsdóttir er þaulvön fjallakona. Hún vinnur sem leiðsögumaður og fer ótroðnar slóðir, hvort heldur hún er á Íslandi eða á Grænlandi. Auk leiðsögumannaprófsins er hún med meirapróf og getur því keyrt ykkur hvert sem er á hálendinu eða uppi á jökli. Hún hefur einnig stundað nám í ferðamálafræði og þjóðfræði sem gerir hana að mjög fróðum og skemmtilegum ferðafélaga. Svo talar hún auðvitað fjöldan allan af tungumálum. Ingibjörg er líka afbragðs kokkur sem kemur sér aldeilis vel fyrir þá sem ferðast með henni. Hún hefur meira að segja skrifað bók, Með veislu í farangrinum, um hverning hægt er að elda fínasta mat og notast við hráefni úr íslenskri náttúru þegar maður er á ferðalagi, hvort sem það er uppi á fjöllum, í tjaldútilegu eða í sumarbústað. Að lokum má ekki gleyma að minnast á, eins og henni væri ekki þegar nóg til lista lagt, að Ingibjörg er líka prýðilegasti prjónari.
Það sem fólk veit þó yfirleitt ekki um hina hæfileikaríku Ingibjörgu, er að hún er einnig menntaður fatahönnuður. Hér birtir hún sína fyrstu prjónauppskrift sem er einföld í framkvæmd en mikið útpæld og vel hönnuð flík.
Stærðir: S(M,L)
Prjónfesta: skiptir ekki máli
Garn: Álafoss Lopi, 100% ull, 100 g/dokkan, 100 g = ca. 100 m. 2 dokkur þarf fyrir allar stærðir. Prjónað er úr garninu tvöföldu.
Prjónar og efni: sokkaprjónar 12 mm; prjónamerki, stoppunál, hólkur úr ryðfríu stáli. Hægt er að skipta hólknum út fyrir silfurlitt garn.
Aðferð: prjónað í hring, þæfd.
Uppskrift: hún kemur sem PDF niðurhal en er ekki send í pósti
Errata: engan villa fannst.