Hönnun: Hélène Magnússon
Skakki er einföld hyrna sem prjónuð var í gamla daga með garðaprjóni og ætluð var til daglegra nota. Hún var krosslögð að framverðu og bundin í bakinu og gegndi sama hlutverki og peysur. Þessi sjöl voru venjulega prjónað í sauðalitunum og oft skreytt neðst með nokkrum röndum með gataprjóni.
Hönnun mín varðveitir allar þætti í hefðbundnum sjölum en rendur með gataprjóni ná yfir alla vængina. Hver bekkur er prjónaður með mismunandi gataprjónamunstri frá ýmsum héruðum landsins eða sem finna má í öðrum hefðbundnum íslenskum sjölum og blúndusjölum. Sjalið er prjónað ofan frá eins o slík sjöl voru gjarna prjónuð á Vestfjörðum.
Sjalið var upphaflega hannað sem styrkur til fjáröflunarherferðar Uppspuna, fyrstu smáspunaverksmiðju Íslands (e. minimill), sumarið 2017. Þá notaði ég mjög sérstaka íslenska ull af Feldfé. Feldfé er grátt fé sem ræktað er fyrir ullina þ.a. kindurnar framleiða meira tog en mýkra, og minna þel. Í dag eru einungis örfáir bændur sem rækta Feldfé og er garnið því afar sjaldgæft. Gilitrutt Tvíband er einnig góður kostur fyrir þetta sjal. Það er ekki jafn sjaldgæft en er fíngert tvinnað band sem ég hef þróað úr mjúku íslensku lambsullini. Hana sérvel ég frá íslenskum bændum og af öllum sauðalitunum er sá grái vandfundnastur.
April 2019: ég prjónaði aftur Skakki-sjalið með Gilitrutt garnafgöngum í 9 litnum. Prjónapakkinn fylgir PDF sem sýnir litsamsetning. Þið getið svo blendað litunum öðruvisi ef það vantar uppá en það er nog af garni.
Stærð: ein stærð. Mál eftir strekkingu: sídd í miðju 92 cm, breidd 186 cm
Garn: Gilitrutt Tvíband from Hélène Magnússon 100% ný ull, 100% sérvalin íslensk lambsull, fíngert tvinnað band, 25 g dokka = 112 m: 8 dokkur
Einlit kit: 8 dokkur í litnum Basalt grey
Litrikt kit: 9 dokkur, í litnum Askja blue, Moss green, Viking rust, Silene pink, Hafra beige, Natural grey, Natural white, Natural brown og Raven black.
Prjónfesta: 10 x10 cm = 25 L og 35 umf með garðaprj eftir strekkingu. Prjónfestan er ekki mikilvæg en ef hún er of laus, gætuð þið þurft meira garn.
Prjónar: hringprjónn (með hvössum oddum) nr 3,5; heklunál 3 mm
Annað: strekkivír, títuprjónar, stoppunál, prjónamerki
Kit: Pakkinn inniheldur garnið en ekki prjóna eða önnur áhöld. Pakkin inniheldur ekki heldur uppskriftin sem þarf að kaupa sér. Sendingarkostnaður er ekki innifalinn í verði.
Sending: sjá hér