Uppskriftin er gefin út sem stök uppskrift að fengnu leyfi frá höfundunum Sigríði Halldórsdóttur og Herborgu Sigtryggsdóttur. Uppskriftin er eingöngu til sölu sem hlutur af prjónapakka (garn og uppskrift) Prjónakerlingar.
Úr bókinni Þríhyrnur og langsjöl:
“Uppskriftin er að nokkru leyti gerð eftir hyrnu sem Sigurbjörg Þorláksdóttir í Reykjavík prjónaði 1982. Litum er raðað eins en úrtökur eru gerðar reglulegri og hálsmál sett á.
Ýmis prjónmunstur, hliðstæð því sem er á hyrnunni, voru fyrrum algeng á ýmsum fatnaði. Stundum var slíkt prjón notað í stað brugðninga á vettlingum eða stúkum. Stúkur voru prjónaðar hólkar sem voru notaðir til skjóls um úlnlið og framhandlegg. Þar af munu nöfnin smokkaprjón og stúkuprjón dregin. Á klukkum, prjónuðum undirkjólum, mun það hafa verið algengt og er því af mörgum kallað klukkuprjón. Fleiri nöfn eru til svo sem strimlaprjón, krónuprjón, oddaprjón og það sem hér er notað rósastrengsprjón. Og hver veit nema þetta sé hið sama og Ólöf frá Hlöðum nefnir sílabeinsprjón í “Bernskuheimili mitt” (Ritsafn 1945) og segir að hafi verið á sauðsvörtum treflum sem hún og skyldulið hennar gengu jafnan með.
Margs konar afbrigði eru til af þessu útprjóni en það sem er þeim sameiginlegt er að lykkjuraðirnar liggja á ská til hægri og vinstri til skiptis og litir mynda oddamunstur. Við oddana eru annars vegar úrtökur (oddar vísa niður) og hins vegar útaukningar (oddar vísa upp). Í munstrinu eru ævinlega aðeins tvær umferðir en lykkjufjöldi á breidd er breytilegur. Prjónið á hyrnunni er frábrugðið venjulegum hyrnum að því leyti að á henni er garðaprjónsáferð.¨
Um hönnuðinn
Uppskriftin birtist fyrst í bókinni Þríhyrnur og langsjöl eftir Sigríði Halldórsdóttur árið 1988, en bókin rekur sögu sjalaprjóns á Íslandi og inniheldur 28 gullfallegar uppskriftir af gömlum íslenskum hyrnum og langsjölum.
Garn: Love Story Einband frá Hélène Magnússon, hrein ný ull, 100% íslensk lambsull, afar fíngert einband, 25 g dokka/225 m
Litur A: 2 dokkur; litur B: 2 dokkur
Litasamsetningar á myndunum: litur A / litur B
Natural brown (sauðmórauður) / Hot spring blue (dökkblár)
Thyme purple (fjólublár) / Salmon orange (appelsínugulur)
Fleiri litasamsetningar eru til sölu á prjonakerling.is
Prjónfesta: 10 cm = 17 L með garðaprjóni.
Prjónfestan er ekki mikilvæg.
Prjónn: hringprjónn (með hvössum oddum) 4,5 mm
Annað: strekkivír, títuprjónar, stoppunál
Aðferð: sjal prónað fram og til baka með garðaprjóni og úrtökum.
Uppskrift: hún kemur sem PDF niðurhal en er ekki send í pósti.
Kit: Pakkinn inniheldur garnið og PDF uppskriftin á íslensku en ekki prjóna eða önnur áhöld. Sendingarkostnaður er ekki innifalinn í verði.
Errata: enga villu fannst.