Mun Theódora “fara í jólaköttinn” eda “klæða jólaköttinn”, eins og sagt var börnin sem voru löt að prjóna fyrir jólin? Hverning hefur þín Theódora verið ad hegða sér? Mun hún fá nýtt garðaprjónað sjal og hlýtt rósaleppateppi, svo og gullfallega útprjónaða þríhyrnu frá Berthu frænku ?
Hélène Magnússon finnst gaman að bregða á leik með íslenskar prjónahefðir. Hún er einna þekktust fyrir rannsóknir sínar á íslensku rósaleppaprjóni og gaf í því samhengi út bókina Rósaleppaprjón í nýju ljósi sem nú er fáanleg á þremur tungumálum. Hélène er frönsk að uppruna en á íslenska fjölskyldu og er sönn íslensk prjónakona. Hún sneri baki við frama sem lögmaður í París til þess að geta eytt meiri tíma í íslenskri náttúru og vann árum saman sem fjallaleiðsögumaður meðfram því að læra textíl- og fatahönnun við Listaháskóla Íslands. Hún hefur tekið þátt í fjölmörgum hönnunarsýningum á Íslandi og erlendis og verk eftir hana hafa verið birt í virtum prjónatímaritum svo og bókum.
Stærðir: teppi u.þ.b. 36 x 26 cm.Garðaprjónuð hyrna u.þ.b. 34 x 12 cm eftir strekkingu. Útprjónuð hyrna u.þ.b. 37 x 12 cm eftir strekkingu.
Prjónfesta: 10 cm = 24 L með einbandi á prjón 3 mm og 20 L á prjón 3 mm ; = 19 L með lopanum á prjón 4 mm
Prjónar: í stærðum 3 og 4 mm; 3.5mm heklunál
Garn: Léttlopi frá Ístex, 100% ný íslensk ull, 50g/dokkan, 50g = ca.100m; teppi: u.þ.b. 75g í e.t.v. 5 litir; Einband-Loðband frá Ístex, 70% ný íslensk ull, 30% erlend ull, 50gr/dokkan, 50g = ca. 150m; Garðaprjónaða sjalið u.þ.b. 10g (46m) í 1 eda fleiri litum; Útprjónaða sjalið u.þ.b. 10g (46m) í 2 eda 3 litum
Annað: prjónamerki, stoppunál, næla, ryðfríir títuprjónar, öryggisnæla
Aðferð: rósaleppaprjón, gataprjón.
Uppskrift: hún kemur sem PDF niðurhal en er ekki send í pósti. Theodóru dúkku uppskrift ekki innifalin
Villur: engan villa fannst.