GrýlaTvíband er fallegt og fíngert band úr hreinni íslenskri ull, þróað af Hélène Magnússon. Tvíbandið er spunnið úr sérvalinni hágæða íslenskri ull í verksmiðju á Ítalíu.
Grýla Tvíband er mjög sterkt, en þó sérlega létt og hlýtt, og nýtist einstaklega vel til dæmis í fíngerðum vettlingum. Eftir þvott mýkist ullin og fær að njóta sín til fulls.
Um hönnuðinn
Hélène Magnússon finnst gaman að bregða á leik með íslenskar prjónahefðir. Hún vann árum saman sem fjallaleiðsögumaður meðfram því að læra textíl- og fatahönnun við Listaháskóla Íslands. Hún hefur tekið þátt í fjölmörgum hönnunarsýningum á Íslandi og erlendis og verk eftir hana hafa verið birt í virtum prjónatímaritum svo og bókum. Hún rekur vefsíðuna prjónakerling.is og bíður einnig upp á spennandi göngu- og prjónaferðir fyrir erlent jafnt sem íslenskt prjónafólk. Ferðirnar eru óviðjafnanlegt tækifæri til þess að kynnast ólíkum prjónaaðferðumí hópi fólks frá mismunandi löndum þar sem prjónið verður aðal tungumálið!
Stærð: ein stærð. Hægt er að fá fleiri stærðir með því að skipta um prjónastærð (2,25 til 3,25 mm eru hæfilegar prjónastærðir).
Garn: Grýla Tvíband frá Hélène Magnússon, 100% ný ull, 100% íslensk ull, fínt band, tvinnað, 25 g / hespa = u.þ.b. 112 m
- Aðallitur: mosagrænn, 1 hespa (64 m notaðir)
- Aukalitur 1: svartur, 1 hespa (45 m notaðir)
- Aukalitur 2: kerfilgrænn, 1 hespa (61 m notaðir)
Samtals notað af garni: 170 m
Prjónar: 2,5 mm og 3 mm hringprjónar (notað er Töfralykkju-aðferðin) eða sokkaprjónar. Sannreynið prjónfestu og skiptið um prjónastærð ef þörf krefur.
Annað: merki, nál
Aðferð: prjónað í hring, tvíbandprjón
Uppskrift: hún kemur sem PDF niðurhal en er ekki send í pósti.
Errata: engan villu fannst.