Um hönnuðinn: Guðrún Hannele rekur prjónabúðina Storkinn þar sem hún selur bæði Love Story og Gilitrutt.
Stærð: vænghaf = 134cm, sídd frá hnakka = 50 cm
Garn: Love Story Einband frá Hélène Magnússon, hrein ný ull, 100% sérvalin íslensk lambsull, afar fíngert og mjúkteinband, 25 g dokka/225 m
4 litir: Natural grey, Askja blue, Anis green, Natural white, 1 dokka hvort
Prjónfesta: 10 cm / 4“= 18 L og 27 umf með sléttu prjóni
Prjónar: hringprjónn með góðum oddum3,5 mm
Áhöld : 6 prjónamerki
Aðferð: Sjalið er prjónað fram og til baka og byrjað er við hnakka. Notað er tvöfalt Love Story einband, ýmist sami litur eða tveir litir saman. Aukið er út í byrjun og enda og í miðju umferða á réttunni, en í byrjun og enda á röngunni. Athugið að nauðsynlegt er að nota prjónamerki (lokuð) sem sett eru utan um prjóninn, því vísað er til þeirra í uppskriftinni.
Kit: Pakkinn inniheldur garnið en ekki prjóna eða önnur áhöld. Pakkin inniheldur ekki heldur uppskriftin sem þarf að kaupa sér. Sendingarkostnaður er ekki innifalinn í verði.
Sending: sjá hér