Theodóra er lítil ljúflingsbrúða hönnuð af Hélène Magnússon. Theodóra fær reglulega nýjar flíkur og á líka vini og fjölskyldu! Hún lifnar við í smásögum eftir rithöfundinn Hörpu Jónsdóttur. Innblásturinn að Theodóru og ævýntira hennar er þula eftir íslensku skáldkonuna Theodóru Thoroddsen: “Tíu litlar ljúflingsmeyjar”.
Í fyrsta sögunni, “Út úr gerðinu”, hittum við Henriettu, vinkonu Theodóru og skemmtilega litla rauðhærða brúðu. Vinkonurnar klæða skemmtilegt lopasett. Það er hefðbundin lopapeysa nema hvað það er miklu fljótlegra að prjóna hana heldur en peysu í fullri stærð! Hvort sem hún er hefðbundin eða aðsniðin, prjónuð með tveimur litum eða þremur, þá gefast tækifæri til þess að reyna á færnina og læra nýju aðferð svo sem að prjóna munstur ofan frá eða klippa í peysu með hekl aðferð. Og hafa gaman að því í leiðinni! Fallegi kjóllinn er líka hannaður eins og lopapeysa með stuttum ermum og með glæsilegu pilsi. Á litlu alpahúfunni er endurtekið mynstrið af peysunni en þar kemur það samt allt öðruvísi út, og taskan sýnir manni hvað það er auðvelt að snúa við mynsturteikningu, til dæmis til að prjóna peysu ofanfrá og niður.
Í sögunni “Út úr gerðinu” fara vinkonurnar ekki beinlínis út úr stíu – en næstum því samt. Og amma lokkar aðra þeirra til sín, þó óviljandi sé – en til að vita meira verður þú að lesa söguna !:
Um hönnuðinn
Hélène Magnússon finnst gaman að bregða á leik með íslenskar prjónahefðir. Hún er einna þekktust fyrir rannsóknir sínar á íslensku rósaleppaprjóni og gaf í því samhengi út bókina Rósaleppaprjón í nýju ljósi sem nú er fáanleg á þremur tungumálum. Hélène er frönsk að uppruna en á íslenska fjölskyldu og er sönn íslensk prjónakona. Hún sneri baki við frama sem lögmaður í París til þess að geta eytt meiri tíma í íslenskri náttúru og vann árum saman sem fjallaleiðsögumaður meðfram því að læra textíl- og fatahönnun við Listaháskóla Íslands. Hún hefur tekið þátt í fjölmörgum hönnunarsýningum á Íslandi og erlendis og verk eftir hana hafa verið birt í virtum prjónatímaritum svo og bókum.
Stærð: ein stærð sem passer á Theodóru eða Henríettu dúkku, 35 cm lengd.
Brjóstmál: 15 cm
Ermalengd að framhandlegg: 11 cm
Bollengd að framhandlegg: 10 cm
Prjónfesta: 10×10 cm = 16 L og 24 umf í sléttu prjóni á prjóna 5 mm
Prjónar: stærð 3 mm, 4,5mm og 5mm sokkaprjónar eða hringprjónar
Garn: Léttlopi frá Ístex, 100% hrein íslensk ull, 50g/dokkan, 50g = ca.100m:
0051 (hvítt): 30 g
0085 (ljósbrúnt): 30 g
0867 (brúnt) : 10 g
Einband-Loðband frá Ístex, 70% íslensk ull, 30% ull, 50gr/dokkan, 50g = ca. 225m
grænt, # 9268: 25 g
hvítt, # 0851: 4 m
Aðferð: prjónað í hring, klipt í með heklaðferð, prjónað ofan frá, tví- og þríbandaprjón, silfurfit, hringfit
Uppskrift: hún kemur sem PDF niðurhal en er ekki send í pósti.
Kit: Pakkinn inniheldur garn en ekki prjóna eða önnur áhöld. Sendingarkostnaður er innifalinn í verði. Uppskriftin fylgir ekki með prjónapakkanum og þarf að kaupa sér.
Errata: engan villu fannst