Um hönnuðinn
Hélène Magnússon finnst gaman að bregða á leik með íslenskar prjónahefðir. Hún er einna þekktust fyrir rannsóknir sínar á íslensku rósaleppaprjóni og gaf í því samhengi út bókina Rósaleppaprjón í nýju ljósi sem nú er fáanleg á þremur tungumálum. Hélène er frönsk að uppruna en á íslenska fjölskyldu og er sönn íslensk prjónakona. Hún sneri baki við frama sem lögmaður í París til þess að geta eytt meiri tíma í íslenskri náttúru og vann árum saman sem fjallaleiðsögumaður meðfram því að læra textíl- og fatahönnun við Listaháskóla Íslands. Hún hefur tekið þátt í fjölmörgum hönnunarsýningum á Íslandi og erlendis og verk eftir hana hafa verið birt í virtum prjónatímaritum svo og bókum.
Stærð: ein stærð. Mál: breidd 64 cm x lengd 140 cm, eftir strekkingu.
Prjónar: hringprjónn 4 mm
Garn: Gilitrutt Tvíband 100% ný íslensk lambsull, fíngert tvínnað band, 25 g dokka/ 112 m: 2 dokkur hvort
Alpage frá Bergers cathares, 100 % ull, 25g dokka u.þ.b. 100 m, sauðarlitir hvítur (aðallitur) og grár (aukalitur): 3 dokkur hvort
Prjónfesta: 10×10 cm = 16 L x 22 umf í sléttu prjóni
Aðferð: Hryna prónuð ofan frá með gatapróni.
Uppskrift: hún kemur sem PDF niðurhal en er ekki send í pósti.
Kit: Pakkinn inniheldur garn en ekki prjóna eða önnur áhöld. Sendingarkostnaður er ekki innifalinn í verði. Uppskriftin fylgir ekki með prjónapakkanum og þarf að kaupa sér.
Errata: sjá leiðrétting 24.01,2024 Auka setning um munsturteikning C á ekki við. PDF -ISL2-3