Stærðir: 1(2,3,4)5,6,7
Aðsniðin peysa: veljið stærð sem er næst ykkar máli (með 0-5 cm svigrúmi). Veljið næstu stærð fyrir ofan til
að fá lausari peysu. Peysan á myndunum er í stærð 3.
Tilbúin mál: (cm)
A: Yfirvídd: 80(85,90,95)100,105,110
B: Mitti: 71.5(76.5,81.5,86.5)91.5,96.5,101.5
C: Lengd bols að handvegi: 35(36,37,38)39,40,41
D: Lengd axlarstykkis á baki: 19.5(20,20.5,21)21,21.5,21.5. E: Ermalengd að handvegi: 41(42,42,43)43,44,
F: Úlnliður: 20(21,21.5,22.5)23.5,23.5,24
G: Upphandleggur: 28.5(31,33.5,36)38.5,41,43.5
H: Hálsmál: 45(47.5,50,52.5)53.5,54,55
Prjónfesta: 10 x10 cm = 24 L og 32 umf í sléttu prjóni á prjón nr 3,25. Skiptið um prjónastærð ef þarf, til að ná réttri prjónafestu.
Garn: Gilitrutt Tvíband frá Hélène Magnússon, 100% ný ull, 100% íslensk lambsull, tvínnað band, 25 g dokka = 112 m
Aðallitur MC: Viking Rust, 7(8,8,9)9,10,11 dokkur
Aukalitur CC1: Askja blue, 1(1,1,2)2,2,2 dokkur
Aukalitur CC2: Raven black, 1 dokka
Garnið er til sölu á prjónakerling.is
Prjónar: hringprjónar nr 2,75 og 3,25. Töfralykkju-aðferðin
(e. Magic Loop) er notuð til að prjóna ermar og háls en einnig má nota sokkaprjóna.
Annað: stoppunál, prjónamerki, 4 geymslunælur, títuprjónar og stífur pappi (til að strekkja).
Aðferð: bolur og ermar eru prjónuð slétt í hring. Mittið er mótað með úrtökum og útaukningum. Bakstykki er prjónað hærra upp fram og til baka til að mynda flegið hálsmál. Við handveg eru síðan lykkjur af ermum og bol sameinaðar á einn prjón og axlastykkið er prjónað í hring med tvíbandaprjóni. Lykkjur í handvegi eru settar á geymslunælu eða hjálparband og síðan lykkjaðar saman.
Uppskrift: hún kemur sem PDF niðurhal en er ekki send í pósti.