Hönnun: Hélène Magnússon
Forystuvettlingar eru prjónaðir úr ull af forystufé þar sem fallegir litir forystufjárins njóta sín vel. Forystufé er einstakur stofn sem finnst hvergi annars staðar í heiminum. Forystufé er partur af arfleifð íslensku þjóðarinnar. Það er fyrst og fremst ræktað vegna gáfnanna og er ólíkt öðrum kindum bæði í hegðun og byggingu. Það er hávaxnara, þynnra, með lengri háls, minni fitu og mýkri ull. Flestum finnst það fallegt, það er til í fjölbreyttum litum sem prýða fjárhjörðina, flestar eru hyrndar. Börn velja sér oft forystukindur sem gæludýr því það er svo gott að temja þær.
Fræðasetur um forystufé á Svalbarði í Þistilfirði var opnað árið 2014. Þar er hægt að fá fræðslu um þessar fágætu skepnur og er það hlutverk setursins að varðveita og kynna þessa einstöku kind.
Hönnun mín sækir innblástur í hefðbundnu laufaviðavettlingana frá Vestfjörðum. Vettlingarnir koma í fimm stærðum, fyrir smábörn jafnt sem fullorðna karlmenn. Hefð er fyrir því að hver stærð sé með mismunandi laufamunstri sem gerir það að verkum að munstrið endurtekur sig án truflana í kringum höndina.
Það eina sem þú þarft að gera er að velja þrjá liti, þar af tvo mjög ólíka. Ég passaði upp á að það væri um það bil sama magn notað af hverjum lit svo að hægt sé að raða þeim eftir list með ólíkum útkomum. Með þremur 50g hespum gæti jafnvel verið nóg garn til að prjóna tvö pör, eitt fyrir barn og annað fyrir fullorðna, allt fer það eftir völdum stærðum.
Stærðir: XS,S(M,L,XL) fyrir börn og fullorðna
Mál
Ummál handar: 15,16.5(18.5,20,21.5) cm
Lengd: 15,20(23.5,27,30) cm
Lengd frá þumli: 8,11(13,16,18.5) cm
Ummál þumals: 6.5,6.5(8.5,10,10) cm
Lengd þumals: 4,5(6,7.5,8) cm
Hægt er að fá fleiri stærðir með því að skipta um stærð á prjónum og að aðlaga lengdina með því að bæta við eða fækka umf.
Prjónfesta: 10×10 cm = 24 L og 30 umf með tvíbandaprjóni á 3.5 mm prjón
Garn
Forystuþræðir, ný ull, 100% ull af forystufé, 50 g hespa = 110 m, spunnin í Gillhaga eða Uppspuna mimimill: 3 sauðalitir.
Veldu 3 liti, A, B og C. Það þarf að vera gott andstæði milli A og B.
Magn notað
- Litur A: 16,34(48,76,80) m
- Litur B: 24,38(48,56,60) m
- Litur C: 12,26(32,52,68) m
Prjónar: 3,5 mm hringprjónn (notuð Töfralykkju-aðferðin) eða sokkaprjónar. Sannreynið prjónfestu og skiptið um prjónastærð ef þörf er á.
Annað: merki, nál, vettlingatré til að strekkja.
Aðferð: prjónað í hring, þumall með aukabandi, tvíbandaprjón.
Uppskrift: hún kemur sem PDF niðurhal en er ekki send í pósti.
Errata: engan villu fannst.