Hönnun: Hélène Magnússon
Til eru margar mismunandi gerðir vettlinga á Íslandi. Við hönnun þessa vettlinga fékk ég að láni ýmsa hluti úr hefðbundnum íslenskum vettlingum, svo sem rósavettlingum með útsaumi eða tvíbandavettlingum. Eríka vettlingarnir eru prjónaðir í hring með blúndu uppábroti. Merkt er fyrir þumalinn sem er síðan prjónaeftir á og er það mjög algeng aðferð hér á landi. Útlit vettlinganna minnir á norsku eða Selbu vettlingana sem voru töluvert vinsælir á Íslandi undir lok 19. aldar og í byrjun þeirrar 20.
Aðalmunstur vettlinganna minna er túlkun með tvíbandaprjóni á úsaumuðu blómapotts munstri sem skreytir Skagsfirskir rósavettlingar. Munstrið í lófa er hinsvegar hefðbundari tvíbandavettlinga og breiðist yfir þumalinn. Endi vettlingsins og þumalsins er ekki ósvipaður berustykki lopapeysu, með jöfnum úrtökum, og myndar blóm.
Í stað venjulegu svart-hvítu eða brún-hvítu litasamsetninganna, notaði ég skæra liti: fjólubláu og bleiku tóna beitilyngsins sem vex vilt á Íslandi (Calluna vulgaris á latnesku). Lyngið sem við notum til að skreyta heimilis okkar er hins vegar oftast influtt og ber látnesku heiti Erica. Það er talið vera vor eða vetrarlyng á meðan Calluna er sumar eða haust lyng.
Garn
Mosa Mjúkull frá Gústa: hrein ull (66% alpaca frá Perú, 34% íslensk ull), Aran, 50 g dokka = 78 m: aðallitur #4500 Plómurauður og aukalitur CC #4300 Bleikbomba
Einnig er hægt að nota Léttlopa afgangar frá Ístex eins og ég gerði eða Einrúm L frá Krinstínu Brynju.
Notað
- Aðallitur: u.þ.b. 66 m
- Aukalitur: u.þ.b. 53 m
Prjónn: hringprjónn nr. 3,75 (notuð er Töfralykkju-aðferðin) eða sokkaprjónar. Sannreynið prjónfestu og skiptið um prjónastærð ef þörf krefst.
Annað: merki, nál
Aðferð: prjónað í hring, þumall með aukabandi, tvíbandaprjón, blúnduprjón (uppábroti)
Uppskrift: hún kemur sem PDF niðurhal en er ekki send í pósti.
Errata: engan villu fannst.