Bloggið hennar Cécile: http://www.facilececile.com
Um hönnuðinn
Hélène Magnússon finnst gaman að bregða á leik með íslenskar prjónahefðir. Hún vann árum saman sem fjallaleiðsögumaður meðfram því að læra textíl- og fatahönnun við Listaháskóla Íslands. Hún hefur tekið þátt í fjölmörgum hönnunarsýningum á Íslandi og erlendis og verk eftir hana hafa verið birt í virtum prjónatímaritum svo og bókum. Hún rekur vefsíðuna prjónakerling.is og bíður einnig upp á spennandi göngu- og prjónaferðir fyrir erlent jafnt sem íslenskt prjónafólk. Ferðirnar eru óviðjafnanlegt tækifæri til þess að kynnast ólíkum prjónaaðferðum í hópi fólks frá mismunandi löndum þar sem prjónið verður aðal tungumálið!
Garn: Léttlopi frá Ístex (100% íslensk ull, 50g = 100m): 2 dokkur, nr. 0005 eða litur að eigin vali.
Útsaumur: Léttlopi og Einband-Loðband frá Ístex (hrein ný ull, 50g = 225m): um það bil 1-2 m í hverjum lit.
Prjónar: hringprjónn nr 5 (ef ,,töfralykkju” aðferðin er notuð) annars sokkaprjónar.
Áhöld: prjónamerki, stoppunál og oddhvös nál.
Prjónfesta: 10 cm = 15 L og 22 umf í sl prjóni á prjóna 5 mm
Aðferð: prjónað í hring, útsaumur
Uppskrift fylgir útsaumskennslumyndbönd á ensku;
Uppskrift: hún kemur sem PDF niðurhal en er ekki send í pósti.
Errata: engan villu fannst villu.