Hönnun: Hélène Magnússon
Þessi skakki er prjónaður á stóra prjóna með einni dokku af Love Story og vegur því aðeins 25 grömm. Love Story Einband er einstaklega fíngert og mjúkt band úr hreinni íslenskri lambsull sem ég vel vandlega frá íslenskum bændum. Það minnir á mjög fínt handspunnið þelgarn sem notað var til að prjóna blúndusjöl. Voru sum sjölin svo fín að hægt var að draga þau í gegnum gullhring. En þú þarft ekki að kunna blúnduprjón til að sýna fegurð Love Story! Einfaldur skakki dugir! Skakki er nafnið sem notað var á Vestfjörðum fyrir hyrnu prjónaða að ofan og niður með garðaprjóni. Skakkar voru gjarnan skreyttir röndum eða með gataprjóni neðst.
Það erfiðasta er að velja milli 20 Love Story litanna!
Stærð: ein stærð. Sídd í miðju 70 cm, breidd 150 cm
Prjónfesta: 10 x10 cm = 10 L og 20 umf með garðaprjóni eftir strekkingu. Prjónfestan er ekki mikilvæg en ef hún er of laus gæti þurft meira garn.
Garn: Love Story Einband frá Hélène Magnússon, hrein ný ull, 100% íslensk lambsull, afar fíngert einband, 25 g dokka/225 m: 1 dokka
Sjalið á myndunum notar Raven black. Sylvía klæðist Gamaldags lopapeysunni sinni.
Prjónar: 7 mm hringprj með hvössum oddum.
Annað: strekkivír, títuprjónar, stoppunál. Handklæði, strekkingar bretti (einnig hægt að nota dýnu, sófabak, o.s.frv.)
Aðferð: sjalið er prj að ofan með garðaprj. Það stækkar með því að slá bandinu upp á prj báðum megin við miðL og við kantL 2.
Uppskrift: hún kemur sem PDF niðurhal en er ekki send í pósti.
Errata: engan villu fannst.