Hún var á leiðinni heim úr bókabúðinn eftir að hafa keypt sér bókina Rósaleppaprjón í nýju ljósi (Icelandic Knitting Using Rose Patterns) eftir Hélène Magnússon með það fyrir augum að lesa hana í langri lestarferð sem hún átti fyrir höndum. Hún gat þó ekki stillt sig um að byrja að glugga í bókina í strætó á leiðinni heim og varð fljótt svo djúpt sokkin í sögu íslenskra íleppa að hún gleymdi næstum því að fara úr vagninum á réttum stað!
Hún hafði aldrei heyrt um íslenska íleppa áður og hafði heldur aldrei prófað að prjóna mynd með garðaprjóni (mun auðveldara en aðrar aðferðir við myndprjón). Lögun leppanna heillaði Mary sérstaklega og hún hóf því fljótlega tilraunastarfsemi til þess að sjá hvernig hún gæti nýtt sér hana. Fyrst bjó hún til lítið hulstur fyrir skæri úr tveimur íleppum sem hún saumaði saman. Hulstrið notaði hún til þess að kynna bókina hennar Hélène fyrir prjónaklúbbnum sínum. Seinna bjó hún einnig til gleraugnahulstur úr íleppum og notaði ílepp með hnapp á öðrum endanum og lykkju á hinum til þess að halda hita á tebollanum sínum. Því næst fór hún að velta því fyrir sér hvað hún gæti prjónað stóra íleppa og fékk þá hugmyndina að þessum hentuga en óvenjulega púða. Hún hafði þá nýverið lokið námskeiði hjá Tricia Holman, frænku Elizabeth Zimmerman, þar sem hún lærði að prjóna fullkominn snúrukant, þannig að hún nýtti þá aðferð að sjálfsögðu við fráganginn á púðanum.
Hönnun: Mary Hawkins hefur prjónað nokkurnveginn alla sína ævi og hefur lagt það í vana sinn að lesa uppskriftir í gegn til þess að sjá hvort hún geti gert þær auðveldari í framkvæmd áður en hún prjónar þær. Hún hefur rannsakað prjónaskap á Bretlandseyjum fyrir The Knitting & Crochet Guild (prjóna- og heklsamtökin) og er í dag ritstjóri Slipknot, sem er tímarit samtakanna. Hún er ötull talsmaður íslensku íleppaprjónahefðarinnar og hjálpar þannig til við að halda lífi í þekkingu sem glataðist næstum því. Það var tilgangurinn með bókinni hennar Hélène, sem er að sjálfsögðu hæstánægð með þetta og þakklát fyrir áhuga Mary.
Stærð: mál púðans eru 53 cm x 21 cm eftir einn þvott.
Prjónfesta: Skiptir ekki miklu máli. 10 x 10 cm = 32 L og 64 umferðir (32 garðar) eftir þvott, prjónað með garðaprjóni á 3,25mm prjóna.
Garn: ýmsir litir af garninu Jamieson & Smith 2ply jumper weight, hrein ull frá Shetlandseyjum, 115 m í 25 g dokku. Heildarþyngd garnsins í púðanum er um 110 g, af því skal bakgrunnsliturinn vera u.þ.b. helmingur. Ellefu litir voru notaðir í upprunalega púðann.
Prjónar og efni: 3,25mm prjónar og stuttir sokkaprjónar í sömu stærð fyrir snúrukantinn; 3,25mm heklunál til þess að fijta upp; stamt bómullarefni til þess að sauma innri púðann úr, u.þ.b. 60 cm sinnum 60 cm, tróð að eigin vali.
Aðferð: rósaleppaprjón, snúrukant.
Uppskrift: hún kemur sem PDF niðurhal en er ekki send í pósti.
Villur: engan villa fannst.