Rollur (Rollupeysa)
FRÁ ISK1.221
Líkt og samnefndir vettlingarnir er Rollupeysan óður til íslensku sauðkindarinnar. Fallega Heiður-ullarbandið frá Urðurull var því tilvalið til þess að prjóna peysuna. Það er einstaklega mjúkt band spunnið úr lambsull frá Dölunum og fæst í öllum mögulegum sauðalitum.
Áskorunin við hönnun munstursins var að teikna kind sem er auðþekkjanleg sem íslensk, en sem er ekki hægt að rugla saman við geit eða annars skonar dýr með horn.
Rollupeysan er með kynlausu sniði og bjóða leiðbeingar upp á fjórar útgáfur: peysu eða hneppta peysu, ýmist prjónaða að neðan eða að ofan. Peysan kemur í mörgum stærðum, frá XS upp í 5XL. Hún er fremur einföld í sniði, örlítið A-línu laga og með stuttum umferðum á hnakka til að lyfta bakinu upp. Hægt er að velja um tvenns konar hálsmál, bæði eru kringlótt en annað nær alveg upp að hálsi (crew-neck) og er hitt aðeins opnara (jewel). Til þæginda eru munsturteikningarnar einnig gefnar upp á svart-hvítu formi og í öfugri litasamsetningu.
Garn notað: Heiður ullarbandið frá Urðurull, einnig má nota Léttlopa eða sambærilegt band
PDF uppskrift
lika til á Ravelry
> Meira upplýsingar neðar
Orders ship from France (VAT from your country, no Customs fees in Europe) / Commandes expédiées depuis la France (TVA de votre pays, pas de frais de douane en Europe)

















