Theodóra Thóroddsen, konan sem er innblásturinn að Theodóru-dúkkunni, gekk í peysufötum á hverjum degi, líkt og flestar íslenskar konur á 19. og í upphafi 20. aldar.
Á 19. öld var eitt helsta einkenni peysufata* svartur, prjónaður jakki sem var lokaður en gapti þó þannig að sjá mátti glitta í blússuna innanundir. Jakkinn var prjónaður á afar fíngerða prjóna og var mótaður að líkama eigandans. Prjónað, plíserað stykki var að finna á neðri brún jakkans og á erma- og framkantana var saumað svart flauel. Ofin svunta, ýmist köflótt eða langröndótt, var borin yfir pilsið. Hálsklútur úr silki og skotthúfa fullkomnuðu búninginn. Skotthúfan var iðulega skreytt með hólki úr silfri eða vírborða sem huldi samskeyti húfu og skúfs. Við þennan búning gengu konur einnig í svörtum eða rauðum sokkum og sauðskinsskóm með íleppum.
Hélène segir:
“Ég hafði aldrei í huga að endurskapa peysuföt nákvæmlega fyrir Theodóru, heldur vildi ég koma helstu þáttum búningsins til skila á raunsannan hátt. Ég reyndi að hafa sem fæsta sauma í búningnum til þess að það sé ekki síður gaman að prjóna fötin en að leika sér með þau!”
Um hönnuðinn
Hélène Magnússon finnst gaman að bregða á leik með íslenskar prjónahefðir. Hún er einna þekktust fyrir rannsóknir sínar á íslensku rósaleppaprjóni og gaf í því samhengi út bókina Rósaleppaprjón í nýju ljósi sem nú er fáanleg á þremur tungumálum. Hélène er frönsk að uppruna en á íslenska fjölskyldu og er sönn íslensk prjónakona. Hún sneri baki við frama sem lögmaður í París til þess að geta eytt meiri tíma í íslenskri náttúru og vann árum saman sem fjallaleiðsögumaður meðfram því að læra textíl- og fatahönnun við Listaháskóla Íslands. Hún hefur tekið þátt í fjöllmörgum hönnunarsýningum á Íslandi og erlendis og verk eftir hana hafa verið birt í virtum prjónatímaritum svo og bókum.
*Heimild: Þjóðbúningaráð: http://www.buningurinn.is
Prjónfesta: 10×10 cm = 19 L x 26 umf í sléttu prjóni á 3,5 mm prjón með Létt-lopa; 26 L x 42 umf í sléttu prjóni á 3 mm prjón með Einband-Loðband.
Garn og efni: Léttlopi frá Ístex: litur 0059, 55g (jakki og pils); litur 9420, 7g og 1409, 5g (svunta). Einband-Loðband frá Ístex: litur 0851, 30 cm (skór); litur 0885: 4 m (leppar); litur 0059, 4 g (skotthúfa og skór); litur 9009 (sokkar); silfur garn 30 cm (skotthúfa); 3 litlir krókar og augu.
Prjóna og áhöld: hringprjónar í stærðum 2 mm, 2,5 mm, 4 mm og 5 mm (peysuföt); heklunál 3 mm;prjónamerki, hjálparnælur, afgangsgarn, öryggisnælur, saumnál, skæri, málband.
Aðferð: prjónað í hring, stuttir raddir.
Uppskrift: hún kemur sem PDF niðurhal en er ekki send í pósti.
Kit: Pakkinn inniheldur garn en ekki prjóna eða önnur áhöld. Sendingarkostnaður er innifalinn í verði. Uppskriftin fylgir með prjónapakkanum sem PDF niðurhal en er ekki send í pósti.
Villur: það fannst villa, sjá leiðréttingu.