Mosa Vesti

FRÁ ISK950

Mosa línan stækkar enn: komnir eru vettlingar, húfa, peysa og sokkar, og nú bætist við vesti með V-laga hálsmáli. Það var eitthvað sem mér fannst vanta í fataskápinn minn. Vestið er prjónað að neðan og upp. Það er létt, fremur stutt og með fíngerðu munstri sem skemmtilegt er að prjóna. Vestið er prjónað úr mjúka íslenska lambsullargarninu mínu, Gilitrutt tvíbandi, í hring í heilu lagi og er síðan klippt í það á þremur stöðum til að mynda hálsmál og handvegi. Vestið kemur í mörgum stærðum, frá XS upp í 5XL, með aðsniðnu mitti eða beinum búk.

Garn notað:  Gilitrutt Tvíband

 

PDF uppskrift
eða kaupa á Ravelry
Prjónapakka til sölu hér.

> Meira upplýsingar neðar

Orders ship from France (VAT from your country, no Customs fees in Europe) / Commandes expédiées depuis la France (TVA de votre pays, pas de frais de douane en Europe)