Hönnun: Kieran Foley frá Knit/Lab
Kieran er írskur prjónahönnuður, vel þekktur fyrir litrikan munstur. Hann hannaði sjalið sérstaklega fyrir Love Story Einbandið mitt. Eftir Swimming Pool sjalið, var það mikil ánægja að vinna aftur með honum.
Uppskriftin er til á íslensku, ensku og frönsku.
Stærð: ein.
Sjalið er 170 cm langt og 55 cm breitt í miðjunni.
Prjónfesta: 10 cm = 14 L og 16 umf með gataprjóni.
Garn: Love Story Einband frá Hélène Magnússon, hrein ný ull, 100% íslensk lambsull, afar fíngert einband, 25 g dokka/225 m: 675 m (3 dokkur)
Aðallitur: Sulphur Yellow, 2 dokkur
Aukalitur: Silene pink, 1 dokka
Perlur: 303 perlur í stærð 6 (160 gegnsæjar og 143 litaðar)
Prjónn: hringprjónn nr 4 (með hvössum oddum)
Heklunál nr 2 (fyrir perlum)
Annað: strekkivír, títuprjónar, stoppunál, prjónamerki
Kit: Pakkinn inniheldur nog af garni til að prjóna sjalið, en ekki perlur, prjóna eða önnur áhöld. Sendingarkostnaður er ekki innifalinn í verði. Uppskriftin, ef valin, kemur sem PDF.
Sending: sjá hér