“Sundlaugamennig á Íslandi er mjög sterk og það sem ég saknaði til dæmis mest frá Íslandi þegar ég bjó erlendis, enda fer ég mikið í sund. Útisundlaugarnar með jarðhitavatninu er einstakar, í raun heilsulindir, sem innilaugar ná aldrei að vera. Af því ég er hönnuður þá velti ég því alltaf mikið fyrir mér í sundi af hverju sundbolir og –hettur er svona ljótt! Hönnun þessarar barnahúfu er einmitt innblásin af gömlu Hollywood-sundbíómyndunum, þar sem sundfatnaðurinn er sérstaklega fallegur en ekki síður af iðjagrænum lambagrasþúfum sem vaxa á hálendi Íslands – eins og litlar sundhettur í eyðimörkinni.”
Um hönnuðinn: Sigríður Ásta Árnadóttir er textílhönnuður að mennt og hefur í mörg ár unnið við að endurhanna gömul ullarföt, lita þau upp á nýtt og skreyta. Þessi föt selur hún í Kirsuberjatrénu, lítilli búð í miðborg Reykjavíkur, en hún er rekin af hópi listakvenna í húsi frá 1984. Hún kallar fatamerkið sitt Kitschfríður – það er mjög skrautlegt! En hún hannar alltaf líka prjónauppskriftir inn á milli og eru barnaföt í uppáhaldi.
Stærð: ein stærð
Ummál höfuðs 48 cm, u.þ.b. 2-4 ára en þið getið breytt stærðinni með því að nota grófara/fínna garn og grófari / fínni prjóna.
Prjónar og áhöld: Heklunál nr 4; tala, í lit u.þ.b. 1 cm að ummáli.
Garn:
Ljósgræn húfa: Léttlopi frá ístex,100% hrein íslensk ull, 50g/dokkan, 50g = ca.100m: litur 1406 1 dokka; litur 1412 25 g; litur 9428 10 g
Dökkgræn húfa: Kambgarn frá ístex, 100% merino ull, 50g/dokkan, 50g = ca.150m : 1 dokka í aðallit, afgangar í aukalitnum (blómin); afgangar af Léttlopa frá ístex (miðja á blómum).
Aðferð: hekl
Uppskrift: hún kemur sem PDF niðurhal en er ekki send í pósti.
Errata: engan villa fannst