Um hönnuðinn
Hélène Magnússon finnst gaman að bregða á leik með íslenskar prjónahefðir. Hún er einna þekktust fyrir rannsóknir sínar á íslensku rósaleppaprjóni og gaf í því samhengi út bókina Rósaleppaprjón í nýju ljósi sem nú er fáanleg á þremur tungumálum. Hélène er frönsk að uppruna en á íslenska fjölskyldu og er sönn íslensk prjónakona. Hún sneri baki við frama sem lögmaður í París til þess að geta eytt meiri tíma í íslenskri náttúru og vann árum saman sem fjallaleiðsögumaður meðfram því að læra textíl- og fatahönnun við Listaháskóla Íslands. Hún hefur tekið þátt í fjöllmörgum hönnunarsýningum á Íslandi og erlendis og verk eftir hana hafa verið birt í virtum prjónatímaritum svo og bókum.
Prjónfesta: 10×10cm = 29 lykkjur og 37 umferðir á 3 mm prjóna
Garn: Lana Grossa Cool Wool 2000, super fine merino wool, 50g/hnota, 50g = ca.160m/ litur 533, 1 hnota
Prjónar: 3 mm (US 11), heklunál 2.5 mm (US C)
Ahöld: plexigler (gegnsætt stíft plast) um 1mm á þykkt, nægilega stórt til að teikna hring, 25cm í þvermál. Skæri, nál og tvinni, upphengi til að líma aftan á.
Aðferð: sl og br.
Uppskrift: hún kemur sem PDF niðurhal en er ekki send í pósti.
Villur: engan villa fannst.