Hönnun: Hélène Magnússon
Dúkkan er nánast að öllu leyti prjónuð í hring með hringprjóni og magic loop-aðferðinni. Það þarf lítið sem ekkert að sauma hana saman (einu samskeytin eru í handarkrikum og klofi). Dúkkan er fyllt með tróði á meðan hún er prjónuð.
Dúkkan var hluti af garnklúbbnum mínum árið 2019.
Það stendur auðvitað til hjá mér að gefa út bók með öllum bræðurnum en hún mun bíða fram á næsta haust!
Talandi um dúkkur, þú getur fundið fleiri upskriftir af dúkkum, fötum og fylgihlutum og jafnvel af smalahundi hér.
Stærð: ein stærð, u.þ.b. 40 cm á hæð.
Prjónfesta: rétt prjónfesta er mikilvæg til að tryggja að dúkkan sé prj nógu þétt og að fötin passi á hana.
10 cm = 19 L x 26 umf með sl prj á prj nr 3,5 mm með Léttlopa. Sannreynið prjónfestu og skiptið um prjónastærð ef þörf er á.
Garn
Dúkkan var hluti af garnklúbbnum mínum árið 2019 og var notað í hana allskyns garn.
- Léttlopi frá Ístex: 100% ný ull, 50 g dokka = 100 m
- Plötulopi frá Ístex: 100% ný ull, 110 g plata = 330 m / 360 yds
- Einband frá Ístex, ný ull (þar af 70% íslensk), 50 g dokka = 250 m / 272 yds
- Love Story Einband frá Hélène Magnússon: ný ull, 100% íslensk lambsull, mjög fingert og mjúkt, 25 g dokkur = 225 m
- Einrúm E frá Kristinu Brynju. 80% ný ull (þar af 70% íslensk) og 20% silki, 50 g dokka = 208 m
- MarEik 25A frá Hilmu: 75% ný ull (100% íslenskri ull), 25% SeaCell TM, 50 g dokka = 145 m
Notað:
- Aðallitur: Léttlopi #9469, 28 g
- Aukalitur CC1 (hendur og andlit): Léttlopi #1418, 9 g
- CC2 (sokkar): Plötulopi #1026 og #9102 prj saman, 12 g
- CC3 (vesti): Plötulopi #1033 + Love Story mórautt prj saman: 13 g
- CC4 (húfa): Einrúm E #1016, 3 g
- CC5 (skór): MarEik 25A tvöfold, 6 g
- Einband Ístex: #9171, #0059, #0851 nokkrar lengdir.
- Kemba sem tróð: 50 g
- Hárlokkur úr íslenskri lambsull
- 3 cm langur trétappi 1 cm í þvermál,
Prjónar: langir og sveigjanlegir hringprjónar nr 3,5, 6 og 10. Töfralykkju-aðferðin (e. Magic Loop) er notuð en einnig má nota sokkaprjóna.
Heklunál 3 mm
Annað: prjónamerki, öryggisnælur, stoppunál, nál.
Aðferð: Byrjað er á bráðabirgðauppfit við mjaðmir og er búkurinn prjónaður upp á við. Handleggir eru prjónaðir sér og sameinaðir búknum við handveg. Axlir og háls eru prjónuð í hring og höfuðið áfram í hring. Bráðabirgðauppfitin er síðan rakin upp og fótleggir og fætur eru prjónaðir niður á við í átt að tánum, eins og mótaðir sokkar.
Uppskrift: hún kemur sem PDF niðurhal en er ekki send í pósti. Þú færð sent töluvupost með léns til að niðurhalda um leið og búið er að ganga frá greiðslu. Einnig er PDF skjálið geymt í Prjónakerlingar reikning þín: skráðu þig inn og ferðu undir Níðurhald.
Errata: engan villu fannst.