Um hönnuðinn
Hélène Magnússon finnst gaman að bregða á leik með íslenskar prjónahefðir. Hún er einna þekktust fyrir rannsóknir sínar á íslensku rósaleppaprjóni og gaf í því samhengi út bókina Rósaleppaprjón í nýju ljósi sem nú er fáanleg á þremur tungumálum. Hélène er frönsk að uppruna en á íslenska fjölskyldu og er sönn íslensk prjónakona. Hún sneri baki við frama sem lögmaður í París til þess að geta eytt meiri tíma í íslenskri náttúru og vann árum saman sem fjallaleiðsögumaður meðfram því að læra textíl- og fatahönnun við Listaháskóla Íslands. Hún hefur tekið þátt í fjölmörgum hönnunarsýningum á Íslandi og erlendis og verk eftir hana hafa verið birt í virtum prjónatímaritum svo og bókum.
Mál: 60 x 150 cm eftir strekkingu
Prjónfesta: 10 cm = 17 L og 34 umf (eða 17 garðar) með garðaprjóni og Love Story á prjón 3,5 mm eftir strekkingu.
Prjónar: hringprjónn (með hvössum oddum) 3,5 mm; heklunál 3 mm (til að festa kögur)
Garn: Love Story Einband frá Hélène Magnússon, hrein ný ull, 100% íslensk lambsull, afar fíngert einband, 25 g dokka/225 m
Aðallitur MC: 3 dokkur
Aukalitir CC1, CC2 og CC3: 1 dokka af hverjum lit en það er nóg garn eftir til að prjóna t.d. Vor Hyrnu.
Litasamsetningar á myndunum, MC/CC1/CC2/CC3:
Natural White/ Moss green/ Anis green/ Askja blue og
Thyme purple/ Volcanic red/ Silene pink/ Old pink
Annað: strekkivír, títuprjónar, stoppunál
Aðferð: sjal prónað fram og til baka með garðaprjóni; gataraðir, kögur
Uppskrift: hún kemur sem PDF niðurhal en er ekki send í pósti.
Kit: Pakkinn inniheldur garnið en ekki prjóna eða önnur áhöld. Pakkin inniheldur ekki heldur uppskriftin sem þarf að kaupa sér. Sendingarkostnaður er ekki innifalinn í verði.
Sending: sjá hér