Design: Hélène Magnússon
Hálfmáni sjalið byrjar eins og venjulegur skakki. Skakki er einföld garðaprjónuð hyrna sem algengt var að byrja í hnakkanum á Vestfjörðum og var ætluð til daglegra nota. Þangað til allt í einu gatalínan í miðjunni klofnar í tvennt og lögun sjalsins breytir verulega eftir því sem sjalið heldur áfram að stækka. Neðri jaðar sjalsins er heldur flottari en hinn almenni skakki, í anda fágaðra íslenska blúndusjöl. Sjalið verður eins og stór hálfmáni sem þú vilt vefja þig í og kúra.
Það er prjónað með eingöngu 1 þræði af plötulopa úr Feldfé og verður það bæði létt, mjúkt og hlýtt!
Feldfé er mjög sérstöku og sjaldgæfu íslensku sauðfé, og lopi úr Feldfé er hægt að fá hjá Spunasystrunum.Bændur í Meðallandi voru frumkvöðlar í ræktun feldfjár frá 1980. Við ræktun á feldeiginleikum er horft til annarra ullareiginleika en almennt er gert hjá íslensku sauðfé. Í feldræktun er sóst eftir því að háragerðin sé sem jöfnust (tog og þel) og hárin falli í sterka hæfilega stóra, gljáandi lokka sem ná alveg inn að skinni. Feldfé er eingöngu grátt á litum. Feldfjárræktendur á Íslandi í dag eru ekki margir en þeim fari þó fjölgandi. Nú eru 300 kindur til. Spunasystur hafa því geta safnað nóg ull til að láta búa til Feldfé plötulopa hjá Ístex árið 2021 (það þarf amk 350 kg til að geta farið í framleiðslu). Lopinn er einstaklega fallegur, mjúkur og sterkur og auðvelt er að prjóna með 1 þræði. Hann passar fullkomlega í Hálfmánasjali.
Mál: eftir strekkingu, 95 cm breidd og 195 cm lengd.
Prjónfesta: 10 x 10 cm = 20 L x 26 umf með garðaprj
Prjónfestan er ekki mikilvæg en ef hún er of laus, gæti þið vanta lopa.
Garn: einföldu Feldfé plötulopi frá Spunasystrunum, ný ull, 100% islensk feldfé lambsull, 110 g = 300 m: 2 plötur (553 m notað)
Prjónar: 4,5 mm hringprj, helst með hvössum oddum (fyrir blúndu)
Annað: stoppunál, handklæði, strekkivír, títuprjónar, strekkingar bretti (einnig hægt að nota dýnu, sófabak, o.s.frv.)
Uppskrift: hún kemur sem PDF niðurhal en er ekki send í pósti.
Errata: engan villu fannst.