Lopapeysan er liklega sú flík sem telst einna mest áberandi fulltrúi íslensks prjónaskapar í dag. Þó er lopapeysan nokkuð nýlegt fyrirbæri sem leit dagsins ljós á 4. og 5. áratug síðustu aldar og varð mjög vinsæl upp úr 8. áratugnum.
Hefðbundnar lopapeysur eru prjónaðar í hring og hafa ekki framhlið eða bakhlið. Þær hafa oftast beint snið og eru gjarna víðar. Síðustu ár hef ég hannað lopapeysur sem ég hef sníðað nær líkamanum, með flegnari axlarstykkjum og öðruvísi mynstrum (t.d. peysurnar Brynja, Fimmvörðuháls eða Lopi Affection). Í línuna mína vantaði peysu með hefðbundnara mynstri: lopapeysa sem ég hef nefnt “Gamaldags” fyllir nú þetta skarð.
Gamaldags peysan hefur sannarlega kunnuglegt mynstur þótt það bjóði upp á nútímalega litasamsetningu. Það sem hins vegar er “ekki gamaldags” við peysuna er aðskorið sniðið, flegið hálsmálið sem ég er þekkt fyrir og sérlega kvenlegt yfirbragð.
Uppskriftin gefur bæði leiðbeiningar til að búa til opna peysu og peysu, og einnig styttri útgáfu.
Hönnun: Hélène Magnússon
Stærðir: 1,2(3,4,5)6,7,8(9,10,11)
Aðsniðin peysa: veljið stærð sem er næst ykkar máli (með 0-5 cm svigrúmi). Veljið næstu stærð fyrir ofan ti að fá lausari peysu. Peysan og opna peysan á myndunum eru í stærð 4.
A: Yfirvídd: 82,86(92,96,100)103,106,112(120,123,127)
B: Mjaðmir: 87,91(96,100,104)107,111,117(124,128,132)
C: Mitti : 71,75(81,82,86)89,93,97(104,108,112)
D: Lengd bols að handvegi : 39,40(42,44,45)46,47,49(50,51,52
D’: Styttri lengd: 35,36(38,39.5,40.5)41.5,42.5,44(45,46,47)
E: Lengd axlarstykkis á baki: 16,16(17,17,17)17,18,18(18,18,18)
F: Ermalengd að handvegi: 44,45(45,46,47)48,49,50(51,51,52)
G: úlnliður: 18,18(20,20,20)22,22,22(24.5,24.5,24.5)
H: Upphandleggur: 27.75,30(32,34.5,36.5)40,41,42(43.25,44.5,46.5)
Prjónar: hringprjónar nr 4 og 4,5. Töfralykkju-aðferðin (e. Magic Loop) er notuð til að prjóna ermar og háls en einnig má nota sokkaprjóna.
Prjónfesta: 10 x10 cm = 18 L og 24 umf í sléttu prjóni á prjón nr 4,5. Skiptið um prjónastærð ef þarf, til að ná réttri prjónafestu.
Garn: Léttlopi, 100% ný ull, 50g/dokkan, 50g = 100 m:
aðallitur : 7,7(8,8,9)9,10,10(11,11,12) dokkur
aukalitir : 1 dokka hvort
Litasamsetningar á myndum:
Hvít opin peysa : aðallitur #0051, aukalitir #0053 og #1419
Gráa peysa: aðallitur #0054, aukalitir #1406, #1404 og sérlitaðar litir af Handprjónasambandi Íslands: skærbleikt, skærgult og skærrautt.
Blátt-brúnt munstrið: aðallitur Einrúm L + 2, Léttlopi og thai silk #5444; aukalitir #1404, #0051, #0085, #0867
Garnið er til sölu á prjónakerling.is
Annað: opin peysa : 10 eða 11 tölur, ef vill, borði sem er tvöföld lengd á framhlið peysunnar. Stoppunál, prjónamerki, 4 geymslunálar, 10 títuprjónar.
Aðferð: styttar umferðir eru prjónaðar með því að slá bandinu upp á prjóninn og prjóna til baka á röngunni hluta af umferðinni.
Uppskrift: hún kemur sem PDF niðurhal en er ekki send í pósti.
Errata: engan villu fannst.