Brynja litla er barnaútgáfa af vinsælu lopapeysunni Brynju og kemur í 10 stærðum, frá 3 mánaða til 12 ára. Barnapeysan viðheldur ýmsum af einkennum « mömmu » sinnar, s.s. borðanum inni í peysunni og skrautstroffi með öðrum lit, en hins vegar eru hettan og rennilásinn sérstaklega hönnuð með þarfir barna í huga. Barnapeysan er prjónuð fastar en « stóra » Brynja og hægt er að nota ýmislegt garn, frá Léttlopa til blöndu af alpaga og ull sem hentar smáfólkinu á ýmsan hátt betur. Börn eru ekki smátt fullorðið fólk og því eru sniðin á Brynju litlu mjög ólík fullorðinspeysunni. Þannig er mynstrið aðsniðið en bolurinn trapisulagaður til að leyfa frjálsar hreyfingar. Einnig gera minnstu stærðirnar ráð fyrir nægu plássi fyrir litla kúta og bleyjur. Þá eru ermarnar á smábarnapeysunum nægilega víðar til að það sé auðvelt að klæða smábörnin í peysurnar en ermarnar á peysunum fyrir stálpaðri börnin eru þrengri. Svo má prjóna litlar Brynju-dúkkur og þá erum við komin með heila Brynju-fjölskyldu!
Hönnun: Hélène Magnússon
Stærðir: 10 stærðir
3(6,12,18 mánaða),2,4,6(8,10,12) ára
Yfirvídd: 62(67,74,80)86,93,98(106,110,119) cm
Bollengd að handvegi: 19(21,23,25)27,29,31(33,35,37) cm
Ermalengd að handvegi: u.þ.b. 16(18,20,22)27,29,33(35,39,41) cm
Garn: Léttlopi, 100% hrein ull, 50g/dokkan, 50g = 100 m: aðallitur #0053 (túrkísblár) eða #1406 (grænn), 2(3,4,5)5,6,6(6,7,7) dokkur; aukalitur #1409 (rauður), 1 dokka
Bláa peysan á myndunum er í stærð 12 ára og græna peysan í stærð 10 ára.
Litla peysan er í stærð 18 mánaða og var prjónuð med Cascade 220, 100% ull frá Perú, 100g dokka= 200m: aðallitur #9455 (turquoise) 3 dokkur; aukalitur #4008 (rubis) 1 dokka
Annað: prjónamerki, stoppunál, 4 geymslunálar/4 öryggisnælur, saumavél, rennilás, kantband sem mælist þreföld síddin á framhlið peysunnar.
Prjónfesta: 10 x10 cm = 20 L og 28 umf í sléttu prjóni á 4 mm prjón
Prjónar: hringprjónn 4 mm (töfralykkju-aðferðin e. Magic Loop er notuð til að prjóna minni ummál en einnig má nota sokkaprjóna); heklunál 3 mm
Uppskrift: hún kemur sem PDF niðurhal en er ekki send í pósti.
Errata: engan villu fannst.