Útivist KAL (1)

Takk fyrir að taka svona vel á móti Útivist-peysunni minni! Prjónapakkar með brúnu Einrúm eru nú í biðpöntun (en munu vera komnir til baka og sendir út fyrir jól) en nýja litasamsetningin (Grátt Einrúm + gulur og ljósgrár lopi) er í bóði, hér. Ég er rétt byrjuð að prjóna aðra Útivist-peysu í gráum og gullum og mér dátt í hug að vera með samprjóni til að sýna betur aðferðin sem notuð eru.

Ég er að deila myndum á instagrammið mitt með #utvistsweater tagginu. Einnig er ég að birta kennslumyndbönd hér. Ef þú vil vera með í samprjóni skaltu nota #utivistkal taggið þegar þú ert að deila myndum. Það má byrja í samprjóni hvenær sem er og á meðan það stendur skal ég draga nokkrar vinningar á meðal þáttakenda – þess vegna er mikilvægt að tagga rétt. Hægt er að kaupa PDF upskriftina á íslensku á vefsíðunni minni hér eða á Ravelry hér.

Fyrst þarf að velja litir…

Æskilegt er síðan að prjóna prjónfestu. Til þess er gott að fitja upp 42 L (21 x 2)+ 2 klippiL. Á loku er klippt á milli br L alveg eins og á peysu (sjá kennslu hér).

Ég get ekki ákveðið hvaða litasamsetningu mér list best á en það er nog á tima þangað til axlsatykkisins!

Peysan byrjar með því að prjóna snúið stroff. Svona fer ég á (á ensku og íslensku hætti):

Síðan eru fitjaðar upp 2 aukaL í lok umf og tengt í hring. Svona litur þetta út:

Og síðar eru nokkrar stuttar umferðir – sjá almennt kennslu hér en hér er aukamyndband hvernig  er verið að gera br úrtöku til vinstri (úrtVbr, ssp á ensku):

Nú er bara að prjóna áfram í rólegheitum með nokkrum úrtökum og aukningunum. Það eina sem vantar eru… kettlingar!

Þangað til næstu Útivist KAL færslu!