Útivist KAL (2)

Útivist-peysu samprjónið heldur áfram (sjá 1. hluti hér). Gleymdu ekki að nota #utivistkal taggið þegar þú ert að deila myndum!  Hægt er að kaupa uppskirftina af Útvist-peysunni á vefsíðuna mína hér eða á Ravelry.

Ég er búin að prjóna bol og merkti með gulu bandi hvenær ég var að taka úr eða auka út. Blátt bandið sýnir hvar vasarnir eru að byrja. Í míðju á frammi eru klippaL tvaer, ávalt prjónaðar brugðnar.

Settu síðan L í handvegi á geymslunál.

Og prjónaðu bakstykkin hærri upp fram og til baka.

Fitjaðu síðan upp L með bráðabirgðauppfiti (sjá aðferð hér) á vinstri prjón svo hægt sé að prjóna L strax á prjóni.

Svona litur þetta út þegar L eru fitjaðar upp L fyrir báðar axlirnar.

Síðan hefst tvíbandprjónið. Á instagram leist ykkur best á gráu bakgrunni virðist vera en samt ákvað ég á endanum að prjóna gulu bakgrunn ekki eins hefðbundinn!

Síðan á eftir að prjóna hettu með stuttum umferðun. Fyrst er verið að prjóna til enda stuttu umf og 1 L til viðbótar til að gera umferðin lengra…

… þangað til umf er 21 L.

Það litur alveg eins út og hæll á sokk!

Síðan er hettan mótuð áfram með stuttum umf en fyrsta og síðasta L í stuttu umf eru prjónaðar saman með lykkjunum á prjóni báðum megin við stuttu umf til allar L báðum megin við stuttu umf eru unnar.

Hér, á réttuni, prjónaðu síðustu L í umf með næstu L (úrtV síðan snúðu).

Á sama tima er byrjað á myndprjóni til gamans! Hér, á röngunni, byrjaðu á myndprjóni og prjónaðu síðustu L í umf með næstu L (2 br saman síðan snúðu).

Þegar myndprjónið er lokið er haldið áfram að prjóna stuttu umf þangað til allar L báðum megin við stuttu umf eru unnar.

…og eru engar eftir! Þá er verið að fella af stuttu umf 21 L og hettan er lokið!

Næst koma ermarnar!