Útivist KAL (3)

Útivist-peysu samprjónið heldur áfram (sjá 1. hluti hér og 2. hluti hér). Gleymdu ekki að nota #utivistkal taggið þegar þú ert að deila myndum!  Hægt er að kaupa uppskirftina af Útvist-peysunni á vefsíðuna mína hér eða á Ravelry.

Nú á bara eftir að prjóna ermana.

Setjið L í handvegi á prj og setjið merki í miðju L

Takið upp og prj L meðfram hærra baki.

Fjarlægið bráðabirgðauppfit og prj axlarL: ég set L á vinstri prj svo ég geti prj L beint af prj.

Teknar upp eru fleir L í vikinu og ermarnar tilbúinar til að prjóna.

Búið til gat fyir þumla eins og 1 umf hnappagöt.

Takið 2 L óprj yfir á hægri prjón

Fellið af fyrsta óprjL.

Takið 1 L óprj í viðbót yfir á hægri prjón…

…og fellið fyrsta óprjL af og framv. þangað til allar L í göt eru felldar. Færið L sem eftir er yfir á vinstri prjón

Fitjið upp L (jafn margar og voru felldar af) og haldið áfram að prj.

Prjónamennskan er núna lokið en ekki peysan. Eins og amma Olga orðaði það er sjálf prjónamennskan aðeins helmingur verksins og hún lagði ávallt mikinn metnað í allan frágang. Peysan litur enn ekki prýðilega vel út eins og sérstaklega hettan.

Sjáumst næst og göngum frá!