Útivist KAL (4)

Útivist-peysu samprjónið heldur áfram (sjá 1. hluti hér og 2. hluti hér). Gleymdu ekki að nota #utivistkal taggið þegar þú ert að deila myndum! Hægt er að kaupa uppskirftina af Útvist-peysunni á vefsíðuna mína hér eða á Ravelry.

Athugaðu einnig YOUTUBE MÍTT til að sjá alla videos.

Nú á bara eftir að ganga frá!

Fyrst þarf að þvo peysuna: ég nota alltaf þvottavélin min í ullarprogramminu. Mér finnst vélin fer betur með prjónlesið en hendurnar minar!

Mér finnst gott að strekkja stroffið með hörðum pappa eða tréform fyrir vettlingar.

Nú litur peysan betur út. Hún er bara of litil fyrir mig (þetta er stærð 2)!

Nú er timi komin til að mæla lengd renniláss og kaupa renniláss sem passar og láta stytta ef þörf er.

Síðan þarf að sauma í klippuL og klippa á milli saumanna: sjá aðferð hér.

Og… klippa!

Síðan er heklað meðfram köntunum í u.þ.b. 2 L af hverjum 3, svo að kanturinn aflagist ekki.

Það mun lita betur út þegar búið er að pressa peysuna (sjá neðar).

Klippt er í vösunum með heklaðferð. Sjá aðferð hér.

Heklað er lika í kringum þumalgötin.

Her er myndband þegar ég er að klippa í!

Pressið sðan peysuna með rökum klút og heitu straujárni þar sem þörf krefur.

Síðan kemur að rennilás. Með rennilás lokað, pinnið á báðum endum, svo í míðjunni og síðan meðfram kantönum.

Þegar er búið að pinna báðum megin, er hægt að opna rennilás.

Ath. að munstrið passi vel.

Saumið síðan rennilásinn á sinn stað, í höndunum eða í saumavél. Ég geri það alltaf í höndunum. Hér eru tvær myndbönd:

Nú á að setja rennilás á vösunum. Standard rennilás er 18 cm. Mér finnst ekki þess viði að láta stytta.

Pinnið rennilás á röngunni og passið að hylja alveg gatið.

Á réttuni, athugið að rennilás er á sinnum stað, leiðréttið ef þörf er og opnið aðeins rennilás svo að rennan sé sýnileg.

Svona litur það út á röngunni.

Saumið á sinn stað á sama hátt og rennilás á frammi.

Svona litur það út.

Nú á bara eftir að saumið vasabútinn á sinn stað á röngunni og passið að hylja alveg rennilásinn. Hægt er að sauma einfaldur bútinn eða vasa til að búa til tvöfaldur vasa.

Svona litur það út þegar búið er að sauma kantarnir fjórir.

Ég á eftir að taka myndir af peysunni en er að bíða efttir smá birtu…

Vonand finnst þér þessar bloggfærsur gagnlegar! Njótu Útivist-peysuna þína!

EDIT: fleiri myndir hér!