Sokkar frá Íslandi: Elín

Bókin Sokkar frá Íslandi kemur út í formi klúbbs alla fimmtudaga. Þú getur gengið í klúbbinn hvenær sem er þar til henni lýkur, 31. desember! Hérna er fyrsti sokkurinn!

Sokka uppskriftin Elín er ekki söguleg uppskrift heldur túlkun af uppskriftinni Sokkar nr 1 sem gefin var út árið 1889 í hinni vinsælu bók Kvennafræðarinn eftir Elínu Briem. Í henni voru gefnar leiðbeiningar fyrir par af háum kvennasokkum sem kalla á 112-120 lykkjur við uppfitinu.

Byrjað var með stroffi en var síðan prjónað slétt með línu af brugðnum lykkjum aftan á fótleggnum. Línan þjónaði sem merki fyrir úrtökur á kálfa báðum megin við hana. Táin og tótuhællinn voru mótaðir með úrtökunum. Lítil smáatriði eins og að hafa fleiri hællykkjur en framlykkjur gerðu sokkana að mínu mati mjög þægilega.

Sokkar sem þessir voru mjög algengir á Íslandi en voru samt sem áður gerðir með alls kyns afbrigðum í mótun.

Hönnunin mín heldur öllum smáatriðum upprunalegu sokkanna nr 1 en ég prjónaði Elín-sokkana með mun stærri prjónfestu. Sokkarnir koma í mörgum stærðum, allt frá fyrir smábörn til fullorðinna og ég valdi nútímalegri miðkálfalengd.

Til að gera þá meira spennandi, bætti ég einnig við litaröndum og andstæðri tá og hæl. Ég fékk innblástur úr sokkum af svipaðri lögun sem tilheyrðu Jóni Samúelssyni (1865-1953) frá Hofsstöðum en eru nú geymdir á Borgarfjarðarsafni.

Safngrip nr. 1034 úr eigu og með leyfi frá Byggðasafninu Borgarfjarðar

Mér finnst skemmtilegt að einungis endi tánna og hællinn séu í öðrum lit. Var það eingöngu skraut eða vegna skorts á garni? Var það aðferð til að þekkja þá í sundur eða gerði þetta manni auðveldara fyrir að rekja upp og prjóna aftur þegar gat myndaðist? Þetta eru allt spurningar sem ég velt fyrir mér.

Ég tók myndirnar heima hjá mér með smá hjálp frá Theodóru.

Kærar þakkir til yndislegu Ástrósar og mömmu hennar!

Ekki gleyma, þú getur gengið í klúbbinn hvenær sem er!

Léns