Sokkar frá Íslandi: Skrefbót

Bókin Sokkar frá Íslandi kemur út í formi klúbbs alla fimmtudaga. Þú getur gengið í klúbbinn hvenær sem er þar til henni lýkur, 31. desember! Hér er sokkurinn nr 2 !

Þú kannast kannski við munstrið í Skrefbót sokkanna en það finnst í Rúðótt-vettlingar í bókinni minni Íslenskt prjón.

Ég held mikið uppá óvenjulegu tígullaga úrtökuna fyrir lögun handarinnar á upprunalegu karlmanna vettlingunum í eigu Hemilisiðnaðarsafnsins á Blönduósi.

Svo mikið að ég hannaði einnig samsvarandi húfu …

…og lopapeysu!

Skrefbót-sokkarnir byrja með stroffuppfit.

Símunstrið flæðir inni í totuhælinn.

Hæll og tá eru mótuð með tígullaga úrtökum sem mynda skemmtilegt form eins og á kollinum á húfu.

„Uppáhalds skrefbótin mín“ er sett undir fótinn og verða sokkarnir einstaklega þægilegir og auðveldir að komast í þrátt fyrir hversu lítið rúðótt munstrið gefur eftir.

Kærar þakkir til Sylvíu dóttur minnar og Styrmirs. Hann hafði þegar verið að modela húfuna og vettlingana úr bókinni minni Íslensk prjón og ég varð að fá hann aftur!

Léns