Hönnun: Hélène Magnússon
Hugmyndin að Vífilfells sokkunum varð til í göngu á því samnefnda fjalli. Það er svo afar fögurt, móbergið skorið áberandi rákum sem vindurinn hefur rofið í það með tímanum. Í fjallgöngum liggur leiðin alltaf upp og síðan aftur niður, þess vegna er annar sokkurinn prjónaður frá tánni upp og hinn frá stroffinu niður. Báðir eru þeir skreyttir skásettu stroffmunstri sem snýst umhverfis fótinn í gagnstæðar áttir. Undir stroffinu er köngulóarprjón sem er mjög algengt í íslenskum blúndusjölum og gefur sokkunum meiri teygjanleika umhverfis breiðasta hlut fótleggsins. Sokkarnir eru með totuhæl og rúnaðri tá. Bæði eru mótuð með jafnt dreifðum úrtökum, hællinn skreyttur tvíbandaprjónuðu lúpínumunstri – sem væri einnig hægt að túlka sem töfrarúnir – og táin skreytt stjörnu. Tvíbandaprjónið er ekki einungis til skrauts, heldur styrkir það einnig hælinn, dregur úr höggi á göngu og heldur betur hita um tærnar.
Þar sem mikill munur er á prjónfestu spíralstroffsins og tvíbandaprjónsins, þarf að auka hælslykkjur áður en hægt er að prjóna hælinn. Hins vegar er þessi prjónfestumunur nýttur til þess að móta tána.
Mér þykir sérstaklega vænt um þessa sokka því hver einasta lykkja tilheyrir sögu sem er mér mjög kær og, á meðan þið prjónið þessa sokka verðir þið einnig hluti af þessari sögu. Þessi uppskrift var sú fyrsta sem ég birti í 4. garnklúbbnum mínum og er nú fáanleg sem stök uppskrift.
Stærðir: 1(2) sem passa fyrir skóstærðir 36-38 (40-42) EU.
Hægt er að búa til fleiri stærðir með því að skipta um prjónastærð og aðlaga lengdina með því að bæta við eða fækka umf.
Sokkarnir á myndunum eru prj í stærð 1 og sokkbolurinn er örlítið lengri en uppskriftin segir til um.
Tilbúin mál
- Ummál fótar: 16(18) cm óstrekt og fer up í 25 cm þegar teygt er á.
- Fótalengd (sokkur óteygður): 22 cm. Munstrið er mjög teygjanlegt og mun aðlagast að fótalengd.
Prjónfesta: 10 cm = 26 L og 32 með sléttu prjóni á prjón nr 2,5
Garn: Katla Sokkaband frá Hélène Magnússon: hrein ný íslensk lambsull með ögn af silki (1%), DK/sport, 4-tvinnað (ekki superwash), 100g hespa = 220 m: 1 hespa af hvorum lit.
Sokkarnir á myndunum eru prjónaðir úr bandi sem var jurtalitað, sérstaklega fyrir áskrifendur 4. íslenska garnklúbbsins míns, með íslenskum lúpínulaufum og hreindýrafléttu. Fjólublái liturinn var handlitaður með sýrulit.
Metratal notað í eitt par:
- Aðallitur: 94(106) m
- Aukalitur: 8(9) m
Prjónar: hringprjónar nr 2,5 eða af þeirri stærð sem þarf til þess að ná prjónfestu. Töfralykkju-aðferðin (e. Magic Loop) er notuð en einnig má nota sokkaprjóna eða aðrar aðferðir til þess að prjóna í hring.
Annað: stoppunál, prjónamerki, sokkatré til að strekkja
Aðferð: prjónað í hring, tvíbandaprjón, köngulóaprjón
Uppskrift: hún kemur sem PDF niðurhal með tölvupostien er ekki send í pósti. Þú finnur hana einnig alltaf í reikningunni þinni undir Niðurhal.
Errata: engan villu fannst.















