Vífisfell (sokkar)

FRÁ ISK950

Hugmyndin að Vífilfells sokkunum varð til í göngu á því samnefnda fjalli. Það er svo afar fögurt, móbergið skorið áberandi rákum sem vindurinn hefur rofið í það með tímanum.
Í fjallgöngum liggur leiðin alltaf upp og síðan aftur niður, þess vegna er annar sokkurinn prjónaður frá tánni upp og hinn frá stroffinu niður.
Báðir eru þeir skreyttir skásettu stroffmunstri sem snýst umhverfis fótinn í gagnstæðar áttir.
Undir stroffinu er köngulóarprjón sem er mjög algengt í íslenskum blúndusjölum og gefur sokkunum meiri teygjanleika umhverfis breiðasta hlut fótleggsins.
Sokkarnir eru með totuhæl og rúnaðri tá.
Tvíbandaprjónið er ekki einungis til skrauts, heldur styrkir það einnig hælinn, dregur úr höggi á göngu og heldur betur hita um tærnar.

Garn notað: DK garn,  Ný Katla

 

PDF uppskrift
er lika til á  Ravelry

> Meira upplýsingar neðar

Orders ship from France (VAT from your country, no Customs fees in Europe) / Commandes expédiées depuis la France (TVA de votre pays, pas de frais de douane en Europe)

Prjonakerling - Hélène Magnússon