Þórhildur

FRÁ ISK850

Þórhildur- sjalið samtvinnar hefðin og nútimahönnun.

Það er prjónað að ofan, líkt og venja var fyrir hyrnur á Vestfjörðum. Sjalið víkur þó frá hefðinni með því að vera ekki eins og þríhyrningur í laginu heldur eins og ílangur halfmáni. Það byrjar með garðaprjónuðu stykki, síðan er sett saman hefðbundið íslenskt munstur svo sem kóngulóaprjón, gataprjón og rósastrengsprjón sem gengur í bylgjum og dregur þannig fram litabreytingar. Neðri jaðar sjalsins er skreyttur með blúndu sem prjónað er til hlíðar og myndar einhverskonar opinn tígul.

Garn notað: Love Story
Prjónapakki til sölu hér

PDF uppskrift

Clear