Hönnun: HELENE MAGNUSSON
Munstur er að finna í einni af fyrstu útgefnu bókunum um handverk kvenna, Leiðavísir til að nema ýmsar kvennlegar hannyrðir, samin af Þóru Pjetursdóttur, Jarðþrúði Jónsdóttur og Þóru Jónsdóttur og gefin út í Reykjavík árið 1886. Bókin, sem hafði mikil áhrif á íslenskt blúnduprjón, er safn uppskrifta sem höfundarnir söfnuðu að verulegu leyti saman úr dönskum lausblaðauppskriftum. Þó er hugsanlegt að sum mynstrin eigi sér uppruna á Hjaltlandi.
Til að prjóna sjalið notaði ég mitt eigið band, Love Story Einband, sem ég hef þróað sérstaklega til að endurvekja íslenskt blúnduprjón og blása hefðina nýju lífi. Um er að ræða einstaklega fíngert og mjúkt íslenskt band sem spunnið er úr hágæða íslenskri lambsull sem ég sérvel.
Ullin er spunnin á Ítalíu í spunastofum sem geta tekist á við þá sérstöku áskorun sem íslenska ullin felur í sér, þ.e. að vera samansett úr mjög ólíkum og mislöngum þráðum, togi og þel, en þessi samsetning gerir það sérlega erfitt að búa til fíngert garn. Með þessu samstarfi við ítalska handverksmenn hefur tekist að búa til vandað band úr íslenskri lambsull með áður óþekktri mýkt og fínleika. Bandið hentar sérstaklega vel í fíngerð blúndusjöl og kallast á við handspunna íslenska þelbandið sem fyrr á tímum gerði íslenska blúnduprjónið svo einstakt. Love Story bandið fékk verðlaunin Award of Excellence frá Icelandic Lamb Board árið 2017.
Uppskriftin er til á íslensku, ensku, frönsku, og einnig á dönsku, þýsku, sænsku og færeysku.
Stærð: ein. Mál eftir strekkingu: sídd í miðju 60 cm, breidd 300 cm
Prjónfesta: 10 x10 cm = 25 L og 35 umf með garðaprjóni.
Garn: Love Story Einband frá Hélène Magnússon, hrein ný ull, 100% íslensk lambsull, afar fíngert einband, 25 g dokka/225 m: 756 m (4 dokkur)
Aðallitur: Sulphur Yellow, 3 dokkur
Aukalitur: Natural grey, 1 dokka
Prjónn: hringprjónn nr 4 (með hvössum oddum)
Annað: strekkivír, títuprjónar, stoppunál, prjónamerki
Uppskrift: hún kemur sem PDF niðurhal en er ekki send í pósti. Þú færð sent töluvupost með léns til að niðurhalda um leið og búið er að ganga frá greiðslu. Einnig er PDF skjálið geymt í Prjónakerlingar reikning þín undir Níðurhald.
Errata: engan villu fannst.