“Fyrir nokkrum árum fékk mið-dóttir mín, Theodóra, viðeigandi gjöf frá frænku sinni. Gjöfin var bók eftir langa-langa-langömmu Theodóru, skáldkonuna Theodóru Thoroddsen, sem hún heitir í höfuðið á.
Bókin heitir “Tíu litlar ljúflingsmeyjar” og er þula sem samin var líklega í kring um 1943. Hún kom þó ekki út fyrr en 1984 þegar Katrín Thoroddsen, barnabarn Theodóru, myndskreytti bókina og gaf hana út. Myndskreytingarnar eru óvenjulegar þar sem þær eru ekki teikningar heldur fíngerðar útsaumsmyndirm í vél og í höndum. Bókin er afar sjaldgæf í dag og ég vildi óska að hún fengist endurútgefin. Þegar ég sá bókina vissi ég strax að mig langaði til þess að prjóna dúkkur handa dætrum mínum sem líktust litlu meyjunum í bókinni. En ég lét ekki af því verða fyrr en núna. Ég reyndi að hafa sem fæsta sauma til þess að það sé ekki síður gaman að prjóna dúkku en að leika sér með henni!”
Dúkkunni fylgir uppskrift að hefðbundinni klukku: handprjónuðum undirkjól úr fíngerðu garni. Nærbuxurnar bættust við síðar.
Um hönnuðinn
Hélène Magnússon finnst gaman að bregða á leik með íslenskar prjónahefðir. Hún er einna þekktust fyrir rannsóknir sínar á íslensku rósaleppaprjóni og gaf í því samhengi út bókina Rósaleppaprjón í nýju ljósi sem nú er fáanleg á þremur tungumálum. Hélène er frönsk að uppruna en á íslenska fjölskyldu og er sönn íslensk prjónakona. Hún sneri baki við frama sem lögmaður í París til þess að geta eytt meiri tíma í íslenskri náttúru og vann árum saman sem fjallaleiðsögumaður meðfram því að læra textíl- og fatahönnun við Listaháskóla Íslands. Hún hefur tekið þátt í fjöllmörgum hönnunarsýningum á Íslandi og erlendis og verk eftir hana hafa verið birt í virtum prjónatímaritum svo og bókum.
Stærð: hæð 37 cm
Prjónfesta: 10×10 cm = 19 L x 26 umf í sléttu prjóni á 3,5 mm prjón með Létt-lopa; 26 L x 42 umf í sléttu prjóni á 3 mm prjón með Einband-Loðband.
Garn og efni: Léttlopi frá Ístex: litur 1418, 35 g (líkami); litur 1411, 10 g (hár), litur 0059. Einband-Loðband frá Ístex: litir 9281 og 9171 30 cm/ 12″ (augu og munur); litur 0851, 20 g (klukka); litur 0885: 4 m (klukka); litur 0059; 40 g til 50 g kembu eða pólýester tróð, trétappi 1 cm í þvermál (dúkka).
Prjónar og áhöld: hringprjónar í stærðum 3 mm og 3,5 mm (dúkka); heklunál 3 mm; prjónamerki, hjálparnælur, afgangsgarn, öryggisnælur, saumnál, skæri, málband.
Aðferð: prjónað í hring, tímabundið fit, hringfit, myndprjónm sokkar
Uppskrift: hún kemur sem PDF niðurhal en er ekki send í pósti.
Kit: Pakkinn inniheldur garn og efni en ekki prjóna eða önnur áhöld. Sendingarkostnaður er innifalinn í verði. Uppskriftin fylgir ekki með prjónapakkanum og þarf að panta sér.
Villur: engan villa fannst.