“Eins og með öll munstrin í bókinni minni, Rósaleppaprjón í nýju ljósi (Salka 2006), þá er þessi tehetta orðin til fyrir áhrif af gömlum íslenskum íleppum sem notaðir voru í sauðskinns- eða roðskó. Hún er í rauninni hönnuð alveg eins og par af íleppum nema hvað það vantar aðra totuna og röndóttu loki, prjónað í hring er bætt við. Þið munið finna úrdrátt úr bókinni minni ásamt uppskriftinni (í skáletri) Tehettan er prjónuð með garðaprjóni, eins og flestir íleppar voru; það tryggði að mikið loft var á milli lykkjanna og það gerði þá hlýrri. Tehettan hefur þannig prýðilegt einangrunargildi og heldur teinu heitu en líka köldu á heitum sumardögum. Hún er skreytt með hefðbundnum rósamunstrum eins og voru notuð á spari-íleppum, en rendurnar vísa í röndóttu íleppana sem notaðir voru dags daglega. Rósamunstrin eru prjónuð með því að nota gamla íslenska aðferð sem var nánast fallin í gleymsku: myndprjón á garðaprjónsbakrunni.
“Á tímum íleppanna mátti ekkert mislitt garn glatast. „Afgangar hentuðu vel til þess að prjóna íleppa þar sem nota mátti jafnvel stutta enda til einhvers,” segir Sigurður Egilsson (fæddur 1892).”
Í anda gömlu íleppanna og til þess að hafa með heitu eða köldu tei, þá fylgir hér uppskrift að gamaldags íslenskum grautarlummum, en aðaluppistaðan í þeim er afgangur af hafragraut morgunsins. Hrísgrjónagraut er líka hægt að nota. Íslenskur vörubílstjóri á ferðalagi gaf mér uppskriftina: “Blandaðu smávegis af öllu saman!”.
Lummur: Hér er svo uppskriftin sem ég endaði á að nota: blandið saman um það bil 3 bollum af hafragraut (eða 1 bolla af haframjöli bleyttu í mjólk eða vatni yfir nótt) u.þ.b. 2 matskeiðum hveiti, 1 eggi, örlitlu salti, sykri eftir smekk. Bætið við mjólk þar til deigið er mátulega þykkt til þess að hella því. Mér finnst best að nota smávegis af rúsínum líka. Steikið á pönnu við miðlungshita í dálitlu smjöri. Hellið deiginu á pönnuna með matskeið og mótið litlar kringlóttar kökur. Steikið á annarri hliðinni og snúið þeim síðan til þess að steikja hina hliðina. Uppskriftin nægir fyrir um það bil 20-25 lummur.
Hönnun: Hélène Magnússon
Stærð: Uppskriftin er fyrir 6 bolla tekönnu (u.þ.b. 48 cm að ummáli) en þið getið breytt stærðinni með því að nota grófara/fínna garn og grófari / fínni prjóna.
Prjónar og efni: Fimm sokkaprjónar eða hringprjónn 5 mm. Heklunál 4 mm. Tala, í lit sem passar við aðallit um það bil 1,5 cm að ummáli
Garn: Rowan Purelife, British Sheep Breeds ólituð, 100% bresk ull,110 m/100 gr dokkur: # 954 Steel Grey Suffolk, #955 Shetland Moorit, # 950 Blue faced Leicester, # 951 Black Welsh, 1 dokka af hverjum lit.
Samanlögð garnnotkun í eina tehettu = u.þ.b. 100 m
Prjónfesta: 10×10 cm = 16 umf x 17 garðar (34 umf.) í garðaprjóni á prjóna númer 5.
Aðferð: rósaleppaprjónm garðaprjón í hring.
Uppskrift: hún kemur sem PDF niðurhal en er ekki send í pósti.
Errata: engan villu fannst.