Grýla Collection:
íslenskir vettlingar & Litir náttúrunnar
Hefðbundnir íslenskir vettlingar eru mjög fjölbreyttir. Á 19. öld, tídkuðust svo kallaðir norskir vettlingar. Þeir voru oftast prjónaðir með fíngerðu heimaspunnu tvíbandi. Starri vettlingarnir mínir, með sínu myndræna munstri,eru nútímaleg útgáfa af norsku vettlingunum. Innblástur kemur frá starra í reyniberjatré en þeir eru orðnir algeng sjón í görðunum í bænum að hausti til.
Vettlingarnir eru prjónaðir í hring með tvíbandaprjóni og Grýlu Tvíbandi og mótaðir með úrtökum. Merkt er fyrir þumli með aukabandi og síðan er hann einnig prjónaður í hring.
Uppskriftin fylgir skýringarljósmyndir af aðferðum og útsaumi.
Hönnun: Hélène Magnússon
Stærð: ein stærð. Hægt er að fá fleiri stærðir með því að skipta um prjónastærð (2,25 til 3,25 mm eru hæfilegar prjónastærðir).
Prjónfesta: 10×10 cm = 30 L og 34 umf með tvíbandaprjóni á prjón 3 mm.
Garn: Gilitrutt Tvíband frá Hélène Magnússon, 100% ný ull, 100% íslensk ull, fínt band, tvinnað, 25 g/hespa = u.þ.b. 112 m
Aðallitur: hvítur, 2 hespur (116 m notaðir)
Aukalitur 1: svartir, 1 hespa (54 m notaðir)
Aukalitur 2: raudur, 1 hespa (minna en 4 m notaðir)
Samtals notað af garni: 170 m
Annað: prjónamerki, stoppunál og oddhvöss nál.
Aðferð: prjónað í hring, tvíbandprjón, ùtsaumur
Kit: Pakkinn inniheldur garnið en ekki prjóna eða önnur áhöld. Pakkin inniheldur ekki heldur uppskriftin sem þarf að kaupa sér. Sendingarkostnaður er ekki innifalinn í verði.
Sending: sjá hér