Hönnun: Hélène Magnússon
Hugmyndin bak við þennan fallega litla kraga er að nýta sem best mjög dýrmætt garn, svo dýrmætt að maður á kannski ekki nema eina dokku.
Og hvaða íslenska garn er dýrmætara en garn úr hreinni kasmírull? Íslenska geitin, sem er í dag í útrýmingarhættu, var flutt til landsins með fyrstu landnemunum á 9. öld eða jafnvel fyrr. Hún þróaði með sér kasmírull í harðneskjulega íslenska loftslaginu og er talin meðal bestu í heimi.
Sírus kraginn er eins og ofurmjúkt og hlýtt ský umhverfis hálsinn, svo léttur og þunnur að maður tekur varla eftir honum.
Hann er prjónaður í hring með sönnu blúndumunstri (blúndan er prjónuð í hverri umferð) sem er auðvelt að fylgja eftir og fyrirsjáanlegt. Þetta fallega munstur leyfir garninu að njóta síns og þarf lítið af því fyrir einstaklega fallega útkomu.
Stærð: 1 stærð passar öllum. Ummál 48 cm og 27 cm á hæð.
Hægt er að búa til fleiri stærðir með því að skipta um prjónastærð og aðlaga ummálið og lengdina með því að bæta við eða fækka munstursendurtekingum. Ef kraginn er prjónaður stærri er líklegt að vanta muni garn.
Garn: fingering
Garn notað í sýniseintak: íslensk kasmírull frá geitunum á Háafelli og í Ytri-Fagradal, spunnið af ullarvinnslunni Uppspuna: náttúrulegur litur (ólitað), 1 dokka er u.þ.b. 25 g = 100 m
Prjónfesta: 10 cm = 22 L og 30 umf með sléttu prjóni á prjóna nr 3,5. Ef prjónað er of laust er hætta á að vanta muni garn.
Prjónn: hringprjónar nr 3,5 eða af þeirri stærð sem þarf til þess að ná prjónfestu. Töfralykkju-aðferðin (e. Magic Loop) er notuð en einnig má nota sokkaprjóna eða aðrar aðferðir til að prjóna í hring.
Annað: stoppunál, prjónamerki, ferkantað pappaform (25 cm x 40 cm) til að strekkja á
Aðferð: prjónað í hring, blúnduprjón
Uppskrift: hún kemur sem PDF niðurhal með tölvupostien er ekki send í pósti. Þú finnur hana einnig alltaf í reikningunni þinni undir Niðurhal.
Errata: engan villu fannst.















