íslenskir vettlingar & Litir náttúrunnar
Hefðbundnir íslenskir vettlingar eru mjög fjölbreyttir. Svo kallaðir norskir vettlingar nutu mikilla vinsælda á Íslandi á 19. öld. Þeir voru oftast prjónaðir með fíngerðu heimaspunnu tvíbandi úr þeli í hvítum og svörtum litum eða hvítum og mórrauðum litum. Vettlingarnir mínir, Rósir, í litum úr íslenskri náttúru, eru fersk og nútímaleg útgáfa af hefðbundum norskum vettlingum.
Vettlingarnir eru prjónaðir í hring með tvíbandaprjóni og Grýlu Tvíbandi og mótaðir með úrtökum. Merkt er fyrir þumli með aukabandi og síðan er hann einnig prjónaður í hring.
Grýla Tvíband er fallegt og fíngert band úr hreinni íslenskri ull, þróað af Hélène Magnússon. Tvíbandið er spunnið úr sérvalinni hágæða íslenskri ull í verksmiðju á Ítalíu.
Grýla Tvíband er mjög sterkt, en þó sérlega létt og hlýtt, og nýtist einstaklega vel til dæmis í fíngerðum vettlingum. Eftir þvott mýkist ullin og fær að njóta sín til fulls.
Hönnun: Hélène Magnússon
Stærð: ein stærð. Hægt er að fá fleiri stærðir með því að skipta um prjónastærð (2,25 til 3,25 mm eru hæfilegar prjónastærðir) og einnig er hægt að aðlaga lengdina með því að bæta við eða taka úr umf á milli rósunum.
Garn: Grýla Tvíband frá Hélène Magnússon, 100% ný ull, 100% íslensk ull, fínt band, tvinnað, 25 g/hespa = u.þ.b. 112 m
- Aðallitur: fjölublár, 1 hespa (96 m notaðir)
- Aukalitur 1: kerfilgrænn, 1 hespa (27 m notaðir)
- Aukalitur 2: mosagrænn , 1 hespa (27 m notaðir)
- Aukalitur 3: bleikur , 1 hespa (20 m notaðir)
Samtals notað af garni: 170 m
Prjónar: 2,5 mm og 3 mm hringprjónar (notað er Töfralykkju-aðferðin) eða sokkaprjónar. Sannreynið prjónfestu og skiptið um prjónastærð ef þörf krefur.
Annað: merki, nál
Aðferð: prjónað í hring, tvíbandprjón
Uppskrift: hún kemur sem PDF niðurhal en er ekki send í pósti.
Errata: engan villu fannst.